Samdi lagið um hánótt

Lagið Nótt eft­ir Svein Rún­ar Sig­urðsson tek­ur þátt í úr­slit­um Söngv­akeppni Sjón­varps­ins á laug­ar­dag­inn. Sveinn seg­ir lagið hafa verið samið um  hánótt vegna anna, rétt eins og flest önn­ur lög hans. Sveinn er sprenglærður tónlistarmaður en hann starfar einnig sem yf­ir­lækn­ir heilsu­gæslu Akra­ness.

„Ég kem ekki beint að þessu sjálfur í ár heldur fékk ég fagfólk í hvert hlutverk sem stýrir verkefninu með stakri prýði,“ seg­ir Sveinn í sam­tali við mbl.is aðspurður um hvernig gangi en hann er m.a. með Val­geir Magnús­son, bet­ur þekkt­an sem Valla sport sem verk­efna­stjóra. Sveinn seg­ir að hóp­ur­inn æfi dag­lega og að atriðið verði stækkað heil­mikið fyr­ir úr­slita­kvöldið, þ.e. gefið í með sviðsetn­ing­una.

Aron Hann­es Em­ils­son flyt­ur lagið en hann varð m.a. Jóla­stjarna …
Aron Hann­es Em­ils­son flyt­ur lagið en hann varð m.a. Jóla­stjarna Björg­vins árið 2011 og hafnaði í 2. sæti í Söng­keppni fram­halds­skól­anna árið 2015. „Það höfðu marg­ir bent mér á hann,“ seg­ir Sveinn aðspurður um hvernig sam­starfið kom til. Ljósmynd/Mummi Lú

Lagið Nótt var ekki sér­stak­lega samið fyr­ir Söngv­akeppni Sjón­varps­ins held­ur fyr­ir sænsk­an lista­mann en Sveinn sem­ur meira fyr­ir er­lenda lista­menn held­ur en ís­lenska.  Hann seg­ir að lagið hafi verið samið um hánótt sök­um anna. „Ég held reynd­ar að öll mín lög séu sam­in milli klukk­an 2 og 5 á nótt­unni á nær­bux­un­um,“ seg­ir Sveinn og brosir. „Demóið var hinsvegar sungið af íslenskum söngvara, það kom mjög vel út og þegar ég hafði lokið við textann og útsetninguna fannst mér sem að þetta ætti kannski betur heima í Söngv­akeppn­inni. Úr varð að ég dró lagið til baka úti í Svíþjóð þegar það var valið til þátttöku í söngvakeppninni.“

Aron Hann­es Em­ils­son flyt­ur lagið en hann varð m.a. Jóla­stjarna Björg­vins árið 2011 og hafnaði í 2. sæti í Söng­keppni fram­halds­skól­anna árið 2015. „Það höfðu marg­ir bent mér á hann,“ seg­ir Sveinn aðspurður um hvernig sam­starfið kom til. „Hann hef­ur verið að vaxa mjög  hratt og vel sem listamaður og ætl­ar sér að vinna við mús­ík. Hann út­skrifaðist úr dönsk­um tón­list­ar­skóla degi áður en ég hafði sam­band þannig þetta passaði mjög vel. Hann var mjög hrif­inn af lag­inu og það klæðir hann mjög vel. 

Sveinn er eng­inn nýgræðing­ur í Söngv­akeppn­inni en hann þetta er í 8 skiptið sem hann tekur þátt en alls hefur hann átt 15 lög í keppninni. Aðspurður hvað hann hefur sent mörg lög inn í keppnina segir Sveinn að þau hafi verið 16. 

Tvö lög hans hafa unnið keppnina, Heaven og Valentine Lost. Hann seg­ist vera sér­stak­lega spennt­ur fyr­ir mögu­leik­an­um á að kom­ast alla leið í aðal­keppn­ina í Kænug­arði í maí þar sem kon­an hans er frá Úkraínu. „Litli dreng­ur­inn okk­ar Al­ex­and­er Emil var mér inn­blást­ur fyr­ir þetta lag. Við eigum bókaða ferð til Kænugarðs þessa sömu viku, en það væri gaman að fara að heimsækja tengdaforeldrana sem fulltrúi Íslands í Eurovision."

Sveinn er eng­inn nýgræðing­ur í Söngv­akeppn­inni en hann þetta er …
Sveinn er eng­inn nýgræðing­ur í Söngv­akeppn­inni en hann þetta er í 8 skiptið sem hann tekur þátt en alls hefur hann átt 15 lög í keppninni. Ljósmynd/RÚV
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson