Daði gæti stolið senunni

Daði á sviðinu í undankeppninni.
Daði á sviðinu í undankeppninni. Ljósmynd/Mummi Lú

Eurovision-sérfræðingar sem mbl.is ræddi við eru sammála um það að Söngvakeppni Sjónvarpsins sé sérstaklega sterk í ár. Þau telja bæði að Svala Björgvinsdóttir eigi góða möguleika á að vinna en segja að Daði Freyr Pétursson gæti vel stolið senunni.

Sjö lög keppa í úrslitunum annað kvöld. Dóm­nefnd og síma­at­kvæði lands­manna ráða úr­slit­um um hvaða tvö lög kom­ast í ein­vígi en þjóðin vel­ur fram­lag Íslands með því að kjósa í síma­kosn­ingu á milli lag­anna tveggja í ein­víg­inu.

Sjö eru í dómnefndinni og koma þau frá fimm löndum. Þar á meðal er hinn sænski Måns Zel­mer­löw sem vann Eurovision árið 2015.

Eyrún Ellý Valsdóttir, formaður FÁSES, Félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segir keppnina mun sterkari og áhugaverðari en oft áður. „Ég held að alla vega fimm af lögunum sjö gætu unnið og verið flottir fulltrúar í keppninni úti. Þetta verður erfitt val á morgun og ekki mikið svigrúm fyrir mistök hjá keppendunum.“

Hún segir keppnina í ár mjög spennandi og hefur hún fundið fyrir auknum áhuga erlendis frá á henni. „Íslenska keppnin er mjög sterk í ár og við finnum fyrir miklum áhuga frá útlendingum sem vilja koma hingað og fylgjast með keppninni sem er auðvitað bara jákvætt. Núna er RÚV náttúrulega farið að gera þetta almennilega.“

Eyrún segist hafa mikla trú á framlagi Svölu Björgvinsdóttur, Paper en segir að framlag Daða Freys Péturssonar, Is It Love, gæti komið á óvart og stolið senunni. „Það var ekki mikið talað um hann fyrst en hann stóð sig svakalega vel í undankeppninni. Það er alveg ótrúlegasta fólk núna komið í „Daða-liðið“ sem hefur kannski ekkert verið að kjósa áður. Hann gætið stolið senunni og heillað þá sem eru ekki miklir Eurovision-áhugamenn.“

Sérfræðingarnir telja góðar líkur á því að Svala fari alla …
Sérfræðingarnir telja góðar líkur á því að Svala fari alla leið. Ljósmynd/Mummi Lú

Hún segir ballöður mjög áberandi meðal laganna sem aðrar þjóðir hafa valið til þess að keppa í aðalkeppninni í Kænugarði í maí. Margar þjóðir eiga þó eftir að velja lag og verða úrslit norsku og sænsku undankeppnanna til dæmis á morgun. „Það er rosalega mikið um ballöður og leiðinleg lög að mínu mati,“ segir Eyrún „það á auðvitað eftir að tilkynna nokkur lög en okkar fólk á mjög góða möguleika á móti því sem er komið að mínu mati.

Hinn sænski Måns Zelmerlöw mun troða upp á keppninni annað kvöld. „Hann er rosalega flottur og það eru allir ótrúlega spenntir að sjá hann. Það er frábært hjá RÚV að fá svona stóra stjörnu. Við krossum putta að RÚV haldi áfram að gera þetta svona vel. Það skilar sér í auknum áhuga,“ segir Eyrún.

Býst við að Svala vinni símakosninguna

„Mér líst súper-vel á þetta. Við erum rosalega heppin með lög í ár. Þau hafa öll tólf verið flytjendum og höfundum til sóma,“ segir Reynir Þór Eggertsson Eurovision-sérfræðingur í samtali við mbl.is.

Hann segir rétt eins og Eyrún að keppnin verði mjög spennandi. „Maður veltir fyrir sér hvað dómnefnd gerir en ég býst við því að Svala vinni símakosninguna og annaðhvort Aron Brink eða Aron Hannes verði í öðru sæti. Síðan held ég að Daði Freyr geti vel laumað sér í topp 4 og jafnvel topp 2. Hann er með mjög mikinn meðbyr eftir undankeppnina á laugardaginn og var alveg rosalega flottur,“ segir Reynir. „Ef ég ætti að veðja myndi ég segja að einvígið verði á milli Arons Brink og Svölu en ég gæti  líka alveg trúað því að það yrði á milli Svölu og Daða, það fer eftir dómnefndinni.“

Aron Hannes gæti veitt Svölu samkeppni að mati Reynis.
Aron Hannes gæti veitt Svölu samkeppni að mati Reynis. Ljósmynd/Mummi Lú

Hann segist halda að Svala myndi vinna það einvígi en á erfiðara með að meta hvort hún myndi sigra Aron Brink eða Aron Hannes.

„Þeir höfða til svipaðs áhorfendahóps sem gæti sameinast um annan hvorn þeirra í einvíginu,“ segir Reynir. „Þetta verður rosalega spennandi.“

Reynir segist ekki hafa fylgst af miklum móð með undankeppnunum í öðrum löndum en hefur kynnt sér nokkur sigurlög. „Portúgalska lagið náði mér algjörlega. Svo er lagið frá Ítalíu skemmtilegt og sama með franska lagið.“

Hann segir rétt eins og Eyrún að það sé mikið um ballöður í ár. „Ég held samt að það verði ekki ballaða sem vinnur. Það verður held ég að vera fjörugt atriði eða eitthvað sem sker sig úr.“

Reynir segir Aron Brink geta komist í einvígið.
Reynir segir Aron Brink geta komist í einvígið. Ljósmynd/Mummi Lú
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant