Hin mörgu andlit Svölu

Svala hefur komið víða við á ferlinum.
Svala hefur komið víða við á ferlinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svala Björgvins kom sá og sigraði Söngvakeppnina á laugardaginn. Það er áhugavert að fara yfir feril Svölu, verkefnin hafa verið allt frá því að syngja á jólatónleikum upp í það að túra um Bandaríkin og Evrópu.

Svala sem varð fertug á árinu er dóttir söngvarans Björgvins Halldórssonar og byrjaði hún að syngja með honum sem lítil stelpa. Sem krakki söng hún tvö af vinsælustu jólalögum Íslendinga „Fyrir Jól“ og „Ég hlakka svo til“.

Svala með föður sínum, Björgvini Halldórssyni.
Svala með föður sínum, Björgvini Halldórssyni. skjáskot/Youtube

Sem unglingur var Svala í hljómsveitinni Scope með DJ Margeiri sem gerði allt vitlaust með laginu „Was That All It Was“.

Svala gaf út plötuna The Real Me árið 2001. En þá var hún á samningi hjá í stórum plötuútgáfum í Bandaríkjunum, EMI og Priority Records. Eins og sést í myndbandinu hér að neðan var Svala í poppprinsessubúningi og hún var að keppa við drottningar eins og Britney Spears á þessum tíma.

Seinna byrjaði Svala í Steed Lord með eiginmanni sínum, Einari Egilssyni, og bræðrum hans. Hún hefur búið í Los Angeles undanfarin ár og unnið að tónlist og hönnun með Steed Lord.

Síðustu tvö ár hafa Íslendingar fengið að sjá meira af Svölu en hún hefur verið dómari í Voice og er nú fulltrúi Íslands í Eurovison sem fram fer í Kænugarði í maí. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler