Flestir aðdáendur erlendir

Hljómsveitin Bellstop.
Hljómsveitin Bellstop. Ljósmyndari/Magnús Unnar

Hljómsveitin Bellstop gaf nýlega út plötuna Jaded en hljómsveitin varð til í Kína árið 2006. Elín Bergljótardóttir söngkona Bellstop sat fyrir svörum.

Hvers konar tónlist spilar Bellstop?

Bellstop spilar blöndu af þjóðlagatónlist og rokki þó svo að nýja platan sé meira á rokkhliðinni þá hefur kassagítarinn fylgt okkur mikið og lögin eru mjög melódísk.

Um hvað fjallar Jaded?

Platan er um hitt og þetta, meðal annars ástina, réttlætiskenndina, kvíða og heimsmálin en þó fyrst og fremst um vonina, það hefur alltaf einhvern veginn verið rauði þráðurinn í tónlist Bellstop. Það hefur aldrei verið ætlunin með lagasmíðunum en hefur samt alltaf orðið nokkurs konar þema hjá okkur.

Bellstop á tónleikum.
Bellstop á tónleikum. Ljósmyndari/Magnús Unnar

Hvaðan sæki þið innblástur?

Innblásturinn kemur úr daglegu lífi. Við í hljómsveitinni erum með mjög ólíkan tónlistarsmekk á mörgum sviðum en við erum bæði mikið fyrir tónlist sem hefur sögu að segja. Will Oldham hefur verið í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum sem og Jeff Buckley og mikið af 70´s tónlistarmönnunum, Neil Young, Janis Joplin og einnig Jack White, svo erum við náttúrulega af grunge-kynslóðinni og öll sú tónlist er helgidómur fyrir okkur.

Hvernig hefur gengið að afla sér vinsælda erlendis?

Flestir aðdáendur Bellstop eru erlendis, við vitum svo sem ekki alveg af hverju það er. Myndbandið við lagið Trouble af síðustu plötu Bellstop fór af einhverjum ástæðum eins og eldur í sinu um netið á sínum tíma og virtist vera að poppa upp í svona óþolandi pop-up gluggum hjá fólki hægri vinstri í tvo mánuði. Þetta vakti mikla og jákvæða athygli og skilaði sér aftur til okkar. Við vitum ekki alveg hvað gerðist, við bara vorum að setja myndbandið inn á hinar og þessar síður og svo varð það bara pínu "viral". Síðan var fyrirtæki sem var að gera fjallahjólamyndband í Kanada sem notaði lagið í myndbandið sitt og það fékk mikið af áhorfum þar og fólk fór að spyrja um lagið og það varð vinsælt á vissu svæði í BC í Kanada sem varð til þess að okkur var boðið að koma fram á 40 þúsund manna þjóðlaga- og blústónlistarhátíð þar.

Platan Jaded er fáanleg núna á iTunes og í öllum helstu tónlistarverslunum á netinu sem og á Spotify.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant