„Þurfum á þessu fólki að halda“

Stilla úr heimildarmyndinni, Búddamessa árið 2010.
Stilla úr heimildarmyndinni, Búddamessa árið 2010.

15 ár á Íslandi nefnist ný heimildarmynd eftir Jón Karl Helgason sem verður frumsýnd boðsgestum í kvöld í í Bíó Paradís en almennar sýningar hefjast á morgun. Í henni fjallar Jón um líf taílenskrar fjölskyldu sem fluttist til Íslands í upphafi aldarinnar í leit að betra lífi en elsta dóttirin varð eftir í Taílandi. Jón myndaði daglegt líf fjölskyldumeðlima og beinir m.a. sjónum að baráttu þeirra við að aðlagast íslensku samfélagi og ná þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér.

Jón hóf um aldamótin að leita að innflytjendafjölskyldu til að fylgjast með. „Ég beið í tvö ár og á meðan kemur fjölskyldufaðirinn og farandverkamaðurinn Praneet Khongchumchuen til landsins. Þegar fjölskyldan sameinast, árið 2003, byrja ég að mynda hana en myndin heitir 15 ár á Íslandi af því hann er búinn að vera 15 ár á Íslandi. Ég er ekki búinn að mynda þau í 15 ár en ég byrjaði fyrir 15 árum að leita að fjölskyldu,“ segir Jón. Hann hafi myndað fjölskylduna reglulega allt til ársloka 2016.

Spurður að því hvers vegna hann hafi ákveðið að gera heimildarmynd um þetta efni segir Jón að á þessum árum, upp úr aldamótum, hafi verið mikill straumur innflytjenda til Íslands, fólks sem tók að sér störf sem Íslendingar höfðu ekki áhuga á. Jón segir Praneet sögumanninn í myndinni og að hann tali ensku. „Honum hefur því miður aldrei tekist að læra íslensku,“ segir Jón.

Hvað varðar umfjöllun um innflytjendamál í fjölmiðlum segir Jón að hún sé alltaf mikil fyrir kosningar og þær hafi verið nokkrar á þessum 15 árum. „Það sem ég geri í myndinni er að nýta mér fréttamiðlunina. Ég safnaði öllum gögnum um innflytjendamál og í myndinni flytja þulir þessar fréttir. Við sjáum aldrei fréttamanninn en við heyrum í honum á sama tíma og þessi fjölskylda er að kaupa sér íbúð, halda árshátíð Taílendingafélagsins eða minningarathöfn,“ útskýrir Jón. „Það er íslenski vinkillinn á myndina.“

Einhliða umfjöllun

Jón segir umfjöllun um innflytjendamál á Íslandi frekar einhliða. „Það er yfirleitt fjallað um innflytjendur þegar vel gengur í þjóðfélaginu og líka þegar illa gengur, þá eykst prósentuhlutfall þeirra sem eru á móti innflytjendum. Það er aldrei fjallað um innflytjendamál á svipaðan hátt og um íslensku þjóðina; hvernig gengur henni, hvernig er staðan í launamálum, atvinnuástandið, hvað erum við að aðhafast og þess háttar. Hvernig líður innflytjendum, t.d.?“ spyr Jón og bendir um leið á að innflytjendur séu líka með tilfinningar. „Þannig varð maður var við þetta á þessum 15 árum, auðvitað komu fram sérfræðingar sem ég vitna í í myndinni, dr. Hallfríður [Þórarinsdóttir, mannfræðingur] o.fl., sérfræðingar sem benda t.d. á að brottfall þessa fólks úr framhaldsskólum er mikið,“ segir Jón. Þar komi til íslenskukunnátta innflytjenda, hún sé aðalmálið. „Við höfum ekki lagt nógu mikla áherslu á að kenna þessu fólki íslensku og í skólum þurfa að vera úrræði til að hjálpa því,“ segir hann.

Jón vonast til að myndin hvetji til aukinnar umræðu um innflytjendamál, opni huga Íslendinga fyrir lífsbaráttu innflytjenda og opni áhorfendum sýn inn í framandi menningarheim Taílendinga hér á landi og auki þannig þekkingu og virðingu á milli ólíkra menningarheima. „Við þurfum á þessu fólki að halda. Þetta er fólkið sem viðheldur mannfjöldanum á Íslandi og fyllir störf sem hefur ekki tekist að manna með innlendu vinnuafli.“

Jón Karl Helgason.
Jón Karl Helgason.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson