Árleg hátíð Samfés hafin

Sturla Atlas á sviðinu í kvöld.
Sturla Atlas á sviðinu í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Unglingaskemmtunin SamFestingurinn fer fram í Laugardalshöll um helgina þegar 4.600 unglingar úr félagsmiðstöðvum landsins streyma í bæinn til þess að skemmta sér saman á árlegri hátíð Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi.

Í kvöld fóru fram tónleikar með tónlistarfólki sem unga fólkið hefur sjálft valið og á morgun fer Söngkeppni Samfés fram í beinni útsendingu á RÚV.

Áhorfendur skemmtu sér vel.
Áhorfendur skemmtu sér vel. mbl.is/Árni Sæberg

Hátíðin á sér 26 ára sögu en fyrsta Samfés-ballið var haldið í Hinu húsinu, gamla Þórscafé í Brautarholti haustið 1991 og næstu þrjú árin á eftir.

Sturla Atlas.
Sturla Atlas. mbl.is/Árni Sæberg

Í kvöld komu fram hljómsveitirnar Sylvía Erla Melsted, Hildur, DJ Sunna Ben, Sturla Atlas, Best of 12:00, Áttan og Páll Óskar.

Unglingahljómsveitin Trausti og Gylfi úr félagsmiðstöðinni Afdrep í Ólafsvík kom einnig fram, ásamt plötusnúðunum AquaDream úr félagsmiðstöðinni Selinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason