Rappari vekur reiði fyrir að minnast Escobars

Rapparinn Wiz Khalifa fyrir framan fjölbýlishúsið sem eiturlyfjabaróninn bjó í.
Rapparinn Wiz Khalifa fyrir framan fjölbýlishúsið sem eiturlyfjabaróninn bjó í. Skjáskot/Instagram

Bandaríski rapparinn Wiz Khalifa hefur vakið reiði hjá mörgum Kólumbíumönnum með því að birta myndir af sjálfum sér við leiði eiturlyfjabarónsins Pablo Escobar á samfélagsmiðlum. Rapparinn birti einnig myndir af leiði Escobars, þar sem búið var að koma fyrir blómum og jónu.

Escobar, sem er grafinn í borginni Medellin í Kólumbíu, vakti mikinn ótta meðal Kólumbíumanna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, en hann hann var m.a. þekktur fyrir að múta, ræna eða myrða þá sem stóðu í vegi fyrir honum.

Fréttavefur BBC hefur eftir borgarstjóra Medellin, Federico Gutierrez, að rapparinn eigi að biðjast afsökunar á að vera talsmaður glæpa. Hann hefði þess í stað átt að færa fórnarlömbum Escobars blóm.

Wiz Khalifa er afkastamikill marijúana neytandi og hefur látið skíra maríjúana yrki í höfuðið á sjálfum sér. Hann kom fram á tónleikum í Medellin á föstudag og birti í kjölfarið myndir á samfélagsmiðlum af gröf Escobars og sjálfum sér fyrir framan fjölbýlishúsið sem eiturlyfjabaróninn bjó í.

„Þetta sýnir að þessi náungi hefur aldrei þurft að þjást vegna ofbeldisins sem þessir fíkniefnasmyglarar beita,“ sagði Gutierrez og kallaði Khalifa „þorpara“.

Pablo Escobar og eiturlyfjahringur hans eru talin bera ábyrgð á dauða 4.000 manns, m.a. með því að sprengja í loft upp farþegaþotu með 107 manns innanborðs.

Allt frá því Escobar var skotinn til bana af lögreglu árið 1993 hafa borgaryfirvöld reynt að bæta ímynd Medellin og slíta tengslin við fíkniefnabaróninn og því snertu myndir rapparans viðkvæma strengi.

Rapparinn birti einnig mynd af leiði Escobars skreyttu blómum og …
Rapparinn birti einnig mynd af leiði Escobars skreyttu blómum og jónu. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson