Segir Trump hafa boðið sér á stefnumót

Leikkonan Emma Thompson.
Leikkonan Emma Thompson. mbl.is/AFP

Breska leikkonan Emma Thompson greindi frá því í sænskum spjallþætti að Donald Trump hafi boðið sér að gista í íbúð í sinni eigu og snæða með sér kvöldmat. 

Árið 1998 var Thompson við tökur á myndinni Primary Colors þegar síminn hringdi. „Hæ þetta er Donald Trump,“ sagði Trump þegar Thompson svaraði í símann. „Ég var að velta því fyrir mér hvort ég gæti boðið þér að gista í einum af Trump-turnunum, þeir eru mjög þægilegir,“ sagði Trump við Thompson og bætti því við að þau gætu fengið sér kvöldmat saman. 

Á þessum tíma voru bæði Donald Trump og Emma Thompson nýskilin og segja má að mögulega hafi Emma Thompson misst af því að verða forsetafrú Bandaríkjanna, en hún þáði ekki boðið. 

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant