Algjör pattstaða í málinu

Höfuðstöðvar EBU í Genf. Samtökin eru sögð ætla að gera …
Höfuðstöðvar EBU í Genf. Samtökin eru sögð ætla að gera hvað sem er svo að Rússar geti tekið þátt í maí. AFP

Algjör pattstaða hefur myndast þegar það kemur að þátttöku Rússa í Eurovision í ár. Bæði Rússar og Úkraínumenn hafa hafnað hugmyndum EBU, sam­bandi evr­ópskra sjón­varps­stöðva, um að leyfa söngkonunni Yuliu Samoilova, fulltrúa Rússa, að flytja lag sitt í gegnum gervihnattaútsendingu.

Á vef rússnesku ríkisfréttastofunnar TASS er því haldið fram að EBU ætli að gera hvað sem það geti til þess að tryggja þátttöku Rússa í keppninni sem fram fer í Kænugarði í maí. Úkraínska leyniþjónustan SBU, greindi frá því í síðustu viku að Samoilova yrði meinaður aðgangur til Úkraínu vegna ólöglegrar ferðar hennar yfir landamærin og á Krímskaga árið 2015.

Nú hefur aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, Vyacheslav Kirilenko blandað sér í málið og sagt Rússa geta leyst málið með því að „senda fulltrúa í keppnina sem á ekki í vandræðum með úkraínskar reglur“.

Söngkonan Yuliya Samoilova.
Söngkonan Yuliya Samoilova. AFP

EBU sagðist vera „gríðarlega vonsvikin“ vegna ákvörðunar SBU og sagði mikilvægt að Samoilova myndi taka þátt til þess að halda stjórnmálum fyrir utan keppnina.

Lagi Samoilova, Flame is Burning, hafði verið spáð góðu gengi í keppninni af Eurovision-aðdáendum. Samkvæmt Eurovisionworld.com sem tekur saman spár veðbanka var laginu spáð 2. sæti á tíma en fljótlega eftir að umræða um ferð söngkonunnar á Krímskaga komst í fjölmiðla um miðjan mars fór hún að lækka og er nú laginu spáð 10. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant