Vogue-fyrirsæta svipti sig lífi

Rauda Athif var þekkt sem stúlkan með hafbláu augun.
Rauda Athif var þekkt sem stúlkan með hafbláu augun.

21 árs gömul fyrirsæta og læknanemi sem meðal annars hefur birst á forsíðu tískutímaritsins Vogue fannst látin á hótelherbergi í Bangladess. Talið er að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. 

Stúlkan hét Raudha Athif og var frá Maldív-eyjum. Hún birtist framan á Vogue í Indlandi í október á mynd sem átti að sýna fjölbreytileikann og vakti mikla athygli.

Athif virtist að sögn þeirra sem þekktu hana hamingjusöm stúlka. Hún birti reglulega myndir af sjálfri sér á Instagram en þar átti hún yfir 30 þúsund fylgjendur. Hún var á öðru ári í læknanámi og hafði sagt í viðtölum að fyrirsætustarfið væri aðeins áhugamál. „Að verða læknir og að hjálpa fólki hefur alltaf verið draumurinn minn,“ sagði fyrirsætan í viðtali við indverska Vogue er hún birtist á forsíðu þess ásamt sex öðrum fyrirsætum.

Athif varð þekkt í heimalandi sínu er mynd af henni var birt á netinu. Hún varð þekkt sem stúlkan með hafbláu augun.

Frétt Telegraph.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant