Teller með Woodley í Adrift?

Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri.
Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Baltasar Kormákur mun leikstýra kvikmyndinni Adrift með leikkonunni Shailene Woodley í aðalhlutverki. Handritshöfundar og framleiðendur myndarinnar eru tvíburabræðurnir Aaron og Jordan Kandell, en þeir skrifuðu meðal annars handritið að Disney-myndinni Moana. Hollywoodreporter greinir frá. 

Leikarinn Miles Teller er orðaður við annað aðalhlutverkið og er sagður í samningaviðræðum um að leika eiginmann Woodley. Ef samningar nást við Teller verður þetta fimmta myndin sem hann og Woodley leika saman í.  

Kvikmyndin Adrift byggir á sannri sögu af konu sem verður viðskila við kærasta sinn eftir að stormur sökkvir skipi þeirra á leið til Tahítí. Hún kemst lífs af á bátsflaki og segir frá tilraunum hennar til að bjarga sjálfri sér og kærasta sínum í 1.500 mílna sjóferð til Hawaí. 

Að öllum líkindum verður myndin tekin upp í sumar. 

Leikkonan Shailene Woodley leikur í kvikmyndinni Adrift.
Leikkonan Shailene Woodley leikur í kvikmyndinni Adrift. Ljósmynd/Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson