Stuð á útgáfutónleikum Skálmaldar

Þungarokkssveitin Skálmöld fagnaði útgáfu sinnar fjórðu plötu, Vögguvísur Yggdrasils, með tónleikum í Háskólabíói á laugardagskvöld.

Eins og venjan er á tónleikum Skálmaldar var stemningin í salnum afar góð og skemmtu gestir sér prýðilega undir þungum tónum hljómsveitarinnar.

Hljómsveitin hefur alltaf fagnað útgáfu platna sinna með sitjandi tónleikum og brá ekki út af vananum í þetta sinn. Textum plötunnar nýju var varpað á tjald á sviðinu og gátu gestir því sungið, eða öllu heldur rumið, með.

Undir lokin slóst strengjasveitin Margrét Þórhildur í lið með Skálmöld og lék með í nokkrum lögum, gestum til ómældrar gleði.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var á meðal gesta og stillti hann sér upp á mynd með strákunum. Skálmeldingar honum stuttermabol fyrir tónleika sem forsetinn þáði með þökkum.

Liðsmenn Skálmaldar léku við hvurn sinn fingur og slógu hvergi af í flutningi sínum, bæði söng og hljóðfæraleik. Var þeim ákaft fagnað undir lok þessara kraftmiklu tónleika þar sem sveitin flutti lög af nýju plötunni, auk úrvals laga af eldri plötum. 

Skálmöld hefur notið mikilla vinsælda hérlendis síðustu ár.

Sveitin hélt þrenna tónleika í Eldborg árið 2013 með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Karlakór Reykjavíkur, Hymnodiu og Skólakór Kársnesskóla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson