Mótmælandi gaf borgarstjóra Pepsi

Hér sést hvernig Jenner og Enrique rétta bæði yfirvaldi Pepsi-dós.
Hér sést hvernig Jenner og Enrique rétta bæði yfirvaldi Pepsi-dós. Skjáskot/Huffington Post

Borgarstjórnarfundur í Portland, Oregon, var truflaður í síðustu viku þegar mótmælandi lék eftir atriði í Pepsi auglýsingunni umdeildu sem Kendall Jenner lék í. En í opnum umræðum á fundinum stóð einn fundargestur upp og rétti borgarstjóra Pepsi-dós.

Samkvæmt Huffington Post sagðist maðurinn heita Carlos Enrique. „Hvernig getur fólk þolað að koma hingað og skamma ykkur í hverri viku og allir verða reiðir en svo segist þið samt ætla að skrifa undir reglugerðina,“ sagði Enrique meðal annars þegar hann ávarpaði borgarstjórnina. 

Hann sagði að mótmælin væru ekki að koma sér til skila og reyndi því að gera það sama og raunveruleikastjarnan gerði í auglýsingunni og gaf yfirvaldinu Pepsi-dós. Borgarstjórinn tók hins vegar ekki vel í grínið og bað hann um að gera þetta ekki aftur.

Meðfylgjandi myndskeið sýnir Enrique tala við borgarstjórnina og afhenda síðan borgarstjóranum Pepsi-dósina. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant