Fate of the Furious slær aðsóknarmet

Vin Diesel á frumsýningu Fate of the Furious í Berlín.
Vin Diesel á frumsýningu Fate of the Furious í Berlín. AFP

Nýjasta kvikmyndin í „Fast and the Furious“ seríunni, „The Fate of the Furious“ þénaði 98,8 milljónir Bandaríkjadala í miðasölutekjur um helgina í Norður-Ameríku en hún var frumsýnd á föstudaginn.

Þetta er áttunda myndin í Fast and the Furious seríunni en hluti hennar var tekin upp hér á landi. Meðal aðalleikara eru Vin Diesel, Dwayne Johnson, Michelle Rodriquez og Jason Statham.

Myndin náði þó ekki að slá opnunarmet sitt í Norður-Ameríku en síðasta mynd, Furious 7 þénaði 147,2 milljónir Bandaríkjadala fyrstu helgina sína í sýningu.

Hinsvegar er nýjasta myndin vinsælli á öðrum mörkuðum og þénaði 432,3 milljónir Bandaríkjadala á 63 öðrum alþjóðlegum mörkuðum um helgina. Þar með sló myndin opnunarmet Jurassic World upp á 316,7 milljónir Bandaríkjadala.

Myndin þénaði 190 milljónir Bandaríkjadala í Kína og er það stærsta opnunarhelgi sögunnar í einu landi. 

Alls þénaði myndin 532 milljónir Bandaríkjadala um helgina eða tæplega 60 milljarða íslenskra króna og sló met Star Wars: The Force Awakens frá árinu 2015 en hún þénaði 529 Bandaríkjadali fyrstu helgina sína í sýningu. Alls nema tekjur Fast and the Furious myndanna 4,4 milljörðum Bandaríkjadala.

Fate of the Furious var tekin upp að hluta á Mývatni og Akranesi á síðasta ári.

Í samtali við mbl.is í síðasta mánuði sagði Geir Gunn­ars­son, markaðsstjóri Mynd­forms sem sýn­ir myndina hér á landi, sem var þá bú­inn að sjá mynd­ina að ís­lensk nátt­úra fengi að njóta sín mjög vel í  henni. Taldi hann að um 30 til 40 mín­útna kafli mynd­ar­inn­ar ger­ist á Íslandi.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant