Harry opnar sig um dauða Díönu

Harry Bretaprins (t.v) ásamt föður sínum Karli Bretaprins og bróður …
Harry Bretaprins (t.v) ásamt föður sínum Karli Bretaprins og bróður sínum Vilhjálmi. Harry segir að sín leið til að takast á við dauða móður sinnar hafi verið að útiloka á allar tilfinningar. AFP

Harry Bretaprins opnaði sig um móðurmissinn í viðtali við breska Dagblaðið Daily Telegraph. Greindi prinsinn þar frá því að hann hefði leitað sér aðstoðar eftir að hafa eytt 20 árum í að „hugsa ekki“ um dauða móður sinnar, Díönu prinsessu af Wales.

Sagðist Harry hafa verið að nálgast þrítugt, þegar hann var skyndilega nærri því að brotna niður eftir tvö glundroðakennd ár. Í dag væri hann þó í góðum málum vegna aðstoðarinnar sem hann hefði fengið. Þá sagði prinsinn box hafa reynst sér góð leið til að fá útrás, því hann hefði verið alveg komin að því „að kýla einhvern“.

Harry, fer ásamt krónprinsinum Vilhjálmi bróður sínum og Katrínu konu hans, fyrir „Heads Together“ herferð í geðheilbrigðismálum. Kvaðst hann vona að með því að tjá sig um sína reynslu þá gæti hann átt þátt í að draga úr fordómum í garð geðheilbrigðismála.

„Það að missa móður mína þegar ég var 12 ára og loka í kjölfarið á allar tilfinningar mínar í 20 ár, ég get fullyrt að það hafi mjög alvarleg áhrif á, ekki bara tilfinningalíf mitt, heldur vinnu mína líka,“ sagði Harry.

Harry Bretaprins segist hafa stungið höfðinu í sandinn, en svo …
Harry Bretaprins segist hafa stungið höfðinu í sandinn, en svo 20 árum síðar hefði sorgin gert vart við sig. AFP

Stakk höfðinu í sandinn

„Ég hef örugglega verið nærri því að brotna niður nokkrum sinnum þegar sorgir, lygar og misskilningur leitar að manni úr öllum áttum.“

Harry sagði sína leið til að takast á við lát Díönu hafi verið að stinga höfðinu í sandinn og leyfa sér ekki einu sinni að hugsa um móður sína. „Ég hugsaði, þetta mun bara gera mig leiða. Hún mun ekki koma aftur.“

Hann hefði hagað lífi sínu eins og týpískur strákur á þrítugsaldri, allt færi frábært, en þá hafi sorgin allt í einu tekið að leita á hann. „Allt í einu helltist yfir mig öll þessi sorg sem ég hafði aldrei tekist á við og ég áttaði mig á að það var heill hellingur sem ég þurfti að vinna úr.“

Vilhjálmur bróður hans hafi síðan komið honum í skilning um að hann yrði að takast á við þetta, því það væri ekki eðlilegt að telja þetta ekki hafa nein áhrif og í kjölfarið hefði hann leitað sér aðstoðar og það hefði gefist vel að ræða málin við sérfræðing sem bara þurfti að hlusta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler