Ásgeir Trausti með funheitt lag

Ásgeir er að fara að gefa út nýja plötu 5. …
Ásgeir er að fara að gefa út nýja plötu 5. maí.

Tónlistarmaðurinn Ásgeir, sem flestir þekkja undir nafninu Ásgeir Trausti, var að gefa út nýtt lag í dag, Afterglow. Þetta er þriðja lagið sem aðdáendur fá að heyra af plötunni sem kemur út 5. maí. Áður hafa komið út lögin Stardust og Unbound. Lagið er nú fáanlegt á öllum helstu netveitum.  

„Lagið var samið heima á Laugarbakka þar við pabbi gátum eytt tíma saman í rólegheitunum. Þessi tími sem við eyddum saman þar varð að ákveðnum vendipunkti við gerð plötunnar. Ég fékk skýrari mynd af því hvernig ég vildi að nýja platan hljómaði eftir að hafa samið Afterglow þótt ég hafi síðar fengið aðrar og elektrónískari hugmyndir en það er einmitt ástæðan fyrir því að platan er að hluta til akústísk og að hluta til elektrónísk,“ segir Ásgeir en hann samdi lagið en faðir hans textann. Bróðir hans, Þorsteinn Einarsson úr hljómsveitinni Hjálmum, snaraði laginu yfir á ensku.  

Rúm fjögur ár eru síðan Ásgeir gaf út frumraun sína Dýrð í dauðaþögn hér á landi sem var gífurlega vel tekið en hann hefur varið síðustu tveimur árum við upptökur á nýrri plötu í Hljóðrita í Hafnarfirði. Ellefu lög er að finna á Afterglow sem eru öll á ensku, að einu undanskildu.

„Afterglow“ ber öll einkenni listamanns sem hefur þróast og dafnað og tekist á við hlutverk sitt sem alþjóðlegur listamaður en eins og alþjóð veit er Ásgeir frá litla þorpinu Laugarbakka og hafði varla stigið fæti út fyrir landsteinana þegar hann gaf út Dýrð í dauðaþögn haustið 2012. Það átti eftir að breytast og að sögn listamannsins hefur hann varla lengur yfirsýn yfir þau lönd sem hann hefur heimsótt. Áhrif heimshornaflakksins eru auðheyranleg á Afterglow en þar gætir áhrifa frá tónlistarmönnum eins og James Blake og Bon Iver í bland við R&B-tónlist og jafnvel sálar- og kirkjutónlist.

Á plötunni hverfur Ásgeir frá daðri sínu við þjóðlagatónlist, sem var einkennandi fyrir Dýrð í dauðaþögn, og stingur sér í staðinn á bólakaf í melankólíska raftónlist í sínu hreinasta formi. Enn og aftur vinnur Ásgeir með föður sínum, Einari Georgi Einarssyni, sem á heiðurinn af nokkrum textum á plötunni en að auki koma þeir Þorsteinn Einarsson, Júlíus Aðalsteinn Róbertsson og fyrrnefndur Högni Egilsson að textasmíði. Sem fyrr vinnur upptökustjórinn Guðmundur Kristinn Jónsson náið með Ásgeiri við gerð plötunnar.

mbl.is/Rósa Braga
Ásgeir Trausti, Einar Georg Einarsson og Þorsteinn Einarsson. Myndin var …
Ásgeir Trausti, Einar Georg Einarsson og Þorsteinn Einarsson. Myndin var tekin þegar önnur ljóðabók Einars Georgs koma út árið 2014. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler