Elton John fluttur á gjörgæslu

Sir Elton John.
Sir Elton John. AFP

Tónlistarmaðurinn sir Elton John veiktist hastarlega á tónleikaferðalagi í lok síðustu viku en hann fékk alvarlega bakteríusýkingu sem hefði getað reynst banvæn. Umboðsmaður hans segir að Elton John hafi verið tvo daga á gjörgæsludeild og neyðst til þess að aflýsa tónleikum í Bandaríkjunum.

Elton John var á tónleikaferðalagi í Suður-Ameríku þegar hann veiktist svo alvarlega að flytja þurfti hann með hraði til Bretlands þar sem hann var lagður inn á gjörgæslu, segir í frétt BBC.

Til stóð að hann héldi níu tónleika í Las Vegas og Kaliforníu á næstu tveimur vikum en þeim hefur öllum verið aflýst. Hann er kominn heim þar sem hann hvílist, að sögn umboðsmanns hans. 

Í tilkynningu kemur fram að sýkingin sem tónlistarmaðurinn fékk sé sjaldgæf en um leið banvæn án þess að það sé útskýrt nánar. Læknar Elton hafi hins vegar brugðist skjótt við og á réttan hátt. Hann muni því væntanlega ná sér að fullu. Elton John ætlar að taka upp þráðinn að nýju 3. júní þegar hann verður með tónleika í Bretlandi.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason