Tætt og tryllt í Tennessee

Úr Spólað yfir hafið.
Úr Spólað yfir hafið.

Heimildarmynd Andra Freys Viðarssonar, Spólað yfir hafið, leggst vel í kvikmyndagagnrýnanda Morgunblaðsins sem skrifar m.a. að í myndinni sé  fyrst og fremst sögð saga skemmtilegra og ástríðufullra persóna sem leggi allt í sölurnar til að ástunda sitt stórfurðulega áhugamál, íslenska torfæru. 

Í myndinni er fjallað um íslenska torfæru og keppni sem haldin var í henni í Tennessee í Bandaríkjunum í fyrrahaust en torfæruhetjan Árni Kópsson var meðal keppenda. 

Gagnrýnandi, Brynja Hjálmsdóttir, skrifar m.a: „Það er alltaf gaman að fá innsýn í heim þar sem fólk brennur virkilega fyrir afar sérhæfðu áhugamáli. Að fara til Ameríku að halda torfærukeppni er náttúrlega bilun! Engu að síður er það tilvalið efni í heimildarmynd. Það er boðið upp á fantastuð og ógurlega dramatík, menn vinna mikla sigra en komast líka í hann krappan, sér í lagi einn keppandi sem lendir í skæðustu bílveltu torfærusögunnar.

Ég, fullorðinn manneskja sem hefur ekki drattast til að krækja sér í bílpróf, get seint kallast bílaáhugakona og enn síður áhugamanneskja um áhættuakstur (mér verður bumbult við tilhugsunina um klessubíla). Þrátt fyrir það heillaði Spólað yfir hafið mig, þar sem hún segir fyrst og fremst sögu skemmtilegra og ástríðufullra persóna sem leggja allt í sölurnar til að ástunda sitt stórfurðulega áhugamál.“

Dóminn má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson