„Ég var einmana og leið stundum illa“

Brie Larson á góðar og frægar vinkonur.
Brie Larson á góðar og frægar vinkonur. mbl.is/AFP

Brie Larson greinir frá því í viðtali við Vanity Fair að Emma Stone, Jennifer Lawrence, Lena Dunham og Amy Schumer hafi bjargað lífi sínu. 

Samkvæmt E! Online greinid Larson frá því að henni hefði liðið eins og hún væri að missa tökin á lífi sínu þegar hún var að kynna myndina Room sem hún vann síðan Óskarsverðalaunin fyrir. „Ég var einmana og leið stundum illa,“ sagði Larson. 

„Emma skrifaði mér fallegan tölvupóst upp úr þurru og svo sendi Jen mér SMS eftir að hún sá Room og við byrjuðum að tala saman,“ sagði leikkonan. Hún segir að þetta hafi endað með stuðningshópspjalli þar sem þær Lena Dunham og Amy Schumer bættust við hópinn. 

„Þessi hópur bjargaði lífi mínu,“ sagði Larson. „Ég gat rætt allt sem var að gerast í lífi mínu við þær og þær höfðu gengið í gegnum þetta allt áður auk þess eru þær mjög fyndnar.“ En Larson var ekki vön að eiga vini með sömu áhugamál og hún enda var hún í heimakennslu sem barn. 

You know what's better than winning? Watching your friends win. @theacademy

A post shared by Brie (@brielarson) on Feb 26, 2017 at 10:33pm PST

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant