350 fermetra Eurovision-svið tilbúið

Sviðið þekur 350 fermetra.
Sviðið þekur 350 fermetra. Af vef úkraínska ríkissjónvarpsins

Nú styttist heldur betur í Eurovision en keppnin fer fram dagana 9., 11. og 13. maí. Æfingarnar byrja hins vegar á sunnudaginn og núna er sviðið, sem þekur 350 fermetra, tilbúið. Keppnin í ár fer fram í stærðarinnar ráðstefnuhöll í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, sem tekur 7.000 manns í sæti.

Sviðið er 14 metrar að hæð, 70 metrar að breidd og 28 metrar að dýpt. Sviðið er umkringt 1.000 fermetrum af LED-skjám og á sviðinu verða 1.816 ljós, 61 kílómetri af snúrum er notaður bara fyrir ljósin.

Framlag Íslands í keppninni, Svala Björgvinsdóttir með lagið Paper, tekur þátt í fyrri undankeppninni sem fram fer 9. maí. Hún verður þrettánda í röðinni upp á svið.

Keppnin verður haldin í International Exhibition Center í Kænugarði.
Keppnin verður haldin í International Exhibition Center í Kænugarði. AFP
Það tók rúman mánuð að setja sviðið upp.
Það tók rúman mánuð að setja sviðið upp. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson