Í landsliðstreyjunni í þætti Corden

Jökull Júlíusson í landsliðstreyjunni í þættinum.
Jökull Júlíusson í landsliðstreyjunni í þættinum. Ljósmynd/Skjáskot af Youtube

Jökull Júlíusson, forsprakki Kaleo, var klæddur íslensku landsliðtreyjunni í knattspyrnu þegar hljómsveitin kom fram í spjallþætti James Corden í gærkvöldi.

Þátturinn, sem er sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS, nefnist The Late Late Show og hefur notið mikilla vinsælda. 

Corden er stuðningsmaður enska landsliðsins en eins og margir muna eftir vann íslenska karlalandsliðið England í 16-liða úrslitum á EM í knattspyrnu síðasta sumar.

Hvort Jökull hafi ætlað að strá salti í sárin hjá Corden með klæðnaði sínum skal þó ósagt látið. 

Kaleo flutti lagið No Good í þættinum við mjög góðar undirtektir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant