Leikstjórinn Jonathan Demme látinn

Leikstjórinn Jonathan Demme árið 2008.
Leikstjórinn Jonathan Demme árið 2008. AFP

Leikstjórinn Jonathan Demme, sem vann Óskarsverðlaunin fyrir spennumyndina The Silence of the Lambs, er látinn.

Hann lést í New York, 73 ára gamall.

Anthony Hopkins og Jodie Foster fóru með aðalhlutverkin í The Silence of the Lambs, sem kom út 1991. Þau unnu einnig Óskarinn fyrir hlutverk sín.  

Á meðal annarra mynda Demme er Philadelphia sem kom út 1993 með Tom Hanks í aðalhlutverki. Hanks vann Óskarinn fyrir hlutverkið.

Demme lést í íbúð sinni á Manhattan í New York umkringdur fjölskyldu sinni, að því er kom fram í yfirlýsingu frá upplýsingafulltrúa leikstjórans.

Hann hafði glímt við krabbamein í vélinda.



Demme og Jodie Foster á síðasta ári.
Demme og Jodie Foster á síðasta ári. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson