Segir Houston hafa verið tvíkynhneigða

Whitney Houston skömmu áður en hún lést.
Whitney Houston skömmu áður en hún lést. mbl.is/Cover media

Ellin Lavar, vinkona og fyrrverandi stílisti söngkonunnar Whitney Houston, segist halda að Houston hafi verið tvíkynhneigð. People greinir frá því að þetta komi fram í heimildarmyndinni Whiteny: Can I Be Me sem frumsýnd var í gær á kvikmyndahátíðinni í Tribeca. 

Myndin fjallar um samband söngkonunnar við vinkonu sína og aðstoðarkonu sína Robyn Crawford en því hefur verið haldið fram að í sambandinu hafi falist meira en bara vinátta. „Ég held ekki að hún hafi verið samkynhneigð, ég held að hún hafi verið tvíkynhneigð," sagði Lavar í myndinni. 

„Robyn og Whitney voru eins og tvíburar,“ sagði Kevin Ammons sem vann fyrir Houston. „Þær voru áaðskiljanlegar. Þær tengdust böndum og Bobby Brown gat aldrei losað sig við Robyn. Hann vildi vera maðurinn í sambandinu.“

Fyrrverandi eiginmaður Houston, Bobby Brown, og Crawford eru sögð hafa komið einstaklega illa saman. En Daily Mail greinir frá því að Brown hafi eitt sinn gefið það í skyn að Houston og Crawford ættu í ástarsambandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson