Íslensk ópera tilnefnd til leikhúsverðlauna í Danmörku

Hugi Guðmundsson.
Hugi Guðmundsson.

Hamlet in absentia eftir Huga Guðmundsson er ein þriggja ópera sem tilnefndar eru til hinna virtu Reumert-verðlauna sem ópera ársins í Danmörku. Hugi hlaut nýlega íslensku tónlistarverðlaunin fyrir sama verk.

Verkið var pantað og framleitt af NordicOpera í samvinnu við HamletScenen í tilefni af 400 ára dánarafmæli Williams Shakespeares og frumflutt í ágúst sl. í Krónborgarkastala, sjálfu sögusviði Hamlets. Verkið hefur síðan verið sett upp bæði í Óðinsvéum og Álaborg við afar góðar undirtektir áheyrenda og gagnrýnenda, að því er segir í tilkynningu. 

Þar segir ennfremur að óperan sé innblásin af hinu upprunalega verki um Hamlet en eins og titillinn gefi til kynna sé Hamlet sjálfur fjarverandi. Við fylgjum þess í stað Ófelíu sem hefur leitað sér hjálpar sálfræðings sem fer að grafa í fortíðina til að reyna að svara henni hvort hún sé raunverulega geðveik eins og henni hefur verið talin trú um. Í því ferli birtast okkur sögupersónur Hamlets, lifandi og liðnar, og gerast sífellt ágengari, ekki bara við Ófelíu heldur líka sálfræðinginn sem fer að missa tökin á þerapíunni svo um munar.

„Textinn er eftir Jakob Weis en hann er einn eftirsóttasti leikrita- og sjónvarpsþáttahöfundur Danmerkur um þessar mundir. Hann er tilnefndur sem handritshöfundur ársins fyrir Hamlet in absentia og er það í fyrsta sinn sem óperutexti er til grundvallar slíkri tilnefningu.

Verðlaunaafhendingin fer fram 10. júní nk., sem jafnframt er 40 ára afmælisdagur tónskáldsins, og verður sjónvarpað beint í danska ríkíssjónvarpinu. Verðlaununum fylgja stytta eftir listamanninn John Kørner og 40.000 danskar krónur.

Þess má geta að upptaka af óperunni verður sýnd í Norðurljósasal Hörpu í tilefni af evrópska óperudeginum 14. maí nk. kl. 15. Hugi mun jafnframt vera með stutta kynningu á óperunni ásamt handritshöfundinum Jakob Weis og óperustýru NordicOpera, Merete Sveistrup,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler