Ísland komst ekki áfram í Eurovision

Svala á sviðinu í Kænugarði í kvöld.
Svala á sviðinu í Kænugarði í kvöld. AFP

Svala Björgvinsdóttir, flytjandi lagsins Paper, komst ekki áfram upp úr undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Alls komust tíu lönd áfram af þeim átján sem kepptu í kvöld og var Ísland ekki dregið upp úr hattinum að þessu sinni.

Svala flutti lag sitt Paper af miklu ör­yggi eins og bú­ast mátti við á stóra sviðinu. Henni var fagnað ræki­lega í blaðamanna­höll­inni, rétt eins og eft­ir dóm­ar­ar­ennslið í gær­kvöldi og sungu nokkr­ir er­lendir blaðamenn með og dönsuðu, eins og blaðamaður mbl.is í Kænugarði greindi frá fyrr í kvöld.

Svala flutti lagið í sama hvíta sam­fest­ingi og á æf­ing­un­um síðustu daga og með drama­tískt hátt tagl. Hún var dug­leg að brosa í mynda­vél­ina en hélt töffara­skapn­um. 

Stemn­ing­in í saln­um var mjög góð, reynd­ar eins og í allt kvöld, og var Svölu fagnað vel af áhorf­end­um. Eft­ir flutn­ing­inn hrópaði okk­ar kona „Thank you!“

Ástralía og Svíþjóð áfram

Þessi lönd komust áfram: Moldavía, Aserbaídsjan, Grikkland, Svíþjóð, Portúgal, Pólland, Armenía, Ástralía, Kýpur og Belgía.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason