Ræðir einelti og syngur á vegum Disney

Tónlistarkonan Greta Salóme þarf ekki að kvarta undan verkefnaleysi. Fyrir utan að vera að semja sína eigin tónlist hefur hún síðustu misseri meðal annars haldið stóra tónleika í Hörpu og Hofi á Akureyri, kennt fjölda barna á fiðlu og gerst einn af talsmönnum bandarísku samtakanna „Unify Against Bullying“. Greta er næsti gestur í tónlistarþættinum „K100 Live Lounge“ sem sendur er út á K100 og mbl.is alla fimmtudaga.

Heldur til New York að spila á tískusýningu

Núna í maí heldur Greta til New York að spila á tískusýningu á vegum samtakanna „Unify Against Bullying“ sem berjast gegn einelti. „Eftir að ég gaf út myndbandið við lagið Row höfðu þessi samtök samband við mig og spurðu mig hvort ég vildi gerast talsmaður þeirra,“ segir Greta sem þar með komst í hóp ekki ómerkari einstaklinga en leikaranna Chris Evans og Zach Braff.

Greta Salóme og Siggi Gunnars.
Greta Salóme og Siggi Gunnars. mbl.is

Disney-ævintýrið heldur áfram

Greta hefur undanfarin ár unnið fyrir Disney og verið að spila í siglingum á þeirra vegum í Bandaríkjunum. „Ég verð reyndar að spila í Evrópu núna í sumar og það verður í júlí,“ segir Greta sem líklegast getur baðað sig í sumar og sól í Miðjarðarhafinu. Einnig mun Greta spila á skipum hollenska skipafélagsins Holland/America í sumar en hún segist aldrei verða sjóveik. „Þetta eru skip sem taka kannski 4.000 farþega þannig að þetta eru engir árabátar sko,“ segir Greta og hlær. Hún líkir tilfinningu við að vera um um borð í svona stóru skipi við að vera stödd í litlu bæjarfélagi. „Ég verð á ferð og flugi um allt næstu mánuði, lífið er eiginlega bara svolítið ofan í ferðatösku núna,“ segir Greta að endingu full tilhlökkunar fyrir komandi sumar.

Greta Salóme spilaði í K100 Live Lounge.
Greta Salóme spilaði í K100 Live Lounge.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant