Trúir á bjarta framtíð Úkraínu

Ruslana á blaðamannafundinum í dag.
Ruslana á blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Auður

Úkraínska söngkonan Ruslana hefur ekki komið fram á stórum opinberum viðburðum í nokkur ár vegna ástandsins í Úkraínu. Hún horfir nú bjartsýn fram á veginn og trúir því að framtíð Úkraínu sé björt.

Ruslana kom fram á blaðamannafundi í Kænugarði í dag en úrslit Eurovision fara fram í borginni á morgun. Ruslana vann Eurovision árið 2004 með lagið Wild Dances en hún er mjög vinsæl og áhrifarík í heimalandinu en í Austur-Úkraínu hafa geisað vopnuð átök í rúmlega þrjú ár milli uppreisnarmanna og úkraínska hersins.

Snýst um dýpri hluti en að skemmta

Ruslana mun koma fram í keppninni á morgun og frumflytja þar nýtt lag. Hún segir heilmikla merkingu á bakvið lagið sem heitir It‘s Magical. Hún sagði að það yrði ekki endilega auðvelt fyrir hana að koma aftur á stóra sviðið eftir viðburði síðustu ára en segist hafa saknað þess að koma fram alveg gríðarlega, en einnig aðdáenda sinna. „Eftir að hlutirnir gerðust í Úkraínu merkir hljóðneminn, sviðið og flutningurinn eitthvað annað og meira fyrir mér. Þetta snýst ekki bara um að skemmta heldur um dýpri hluti sem ég vil koma á framfæri við áhorfendur.“

Töluverður fjöldi blaðamanna var samankominn í blaðamannahöllinni í Kænugarði til þess að hlýða á Ruslönu. Flestir Íslendingar hafa eflaust aðeins séð Ruslönu í búningnum sem hún var í á sviðinu í Istanbúl í Eurovision 2004, þ.a. stuttum leðurkjól umkring fáklæddum karldönsurum. Í höllinni í dag var nokkuð annað upp á teningnum, skiljanlega en hún var klædd í svartar buxur og svarta hettupeysu með pallíettum.

Ruslana hóf fundinn á ensku þar sem hún þakkaði fyrir allan stuðninginn 2004. „Það er augnablik sem ég gleymi aldrei,“ sagði Ruslana um sigurinn. „Ég mun syngja á morgun með allri minni orku og „villtu dönsum“.

Síðan flutti hún sig yfir á úkraínsku og fór restin af fundinum fram með aðstoð túlks. Reyndar þurfti Ruslana stundum að hjálpa túlknum þegar hún mundi ekki ákveðin orð. Ruslana sagðist kjósa að tala á úkraínsku því þannig fengu blaðamennirnir meira að sjá persónuleika hennar og orku.

Vissi að Jamala myndi vinna

Ruslana byrjaði á því að tala um sigur Úkraínu í Eurovision á síðasta ári en það var hún Jamala sem vann með lagið 1944. Lagið segir frá því þegar Rússar gerðu um 200.000 Krímtatarar  gerðir útlægir á Krímskaga með skelfilegum afleiðingum.

„Ég vildi svo mikið að Jamala myndi vera fulltrúi Úkraínu og ég var alveg viss um að með þessu lagi myndum við vinna í annað skiptið og það er það sem gerðist,“ sagði Úkraína. „Í fyrra hafði Úkraína eitthvað að segja við heiminn og við gerðum það frá stóra sviðinu. Rödd hennar sagði frá mikilvægum hlutum og allur heimurinn hlustaði og svaraði með því að kjósa lagið.“

Ruslana vissi að Jamala myndi vinna Eurovision í fyrra.
Ruslana vissi að Jamala myndi vinna Eurovision í fyrra. AFP

Skaut á Justin Timberlake

Ruslana sagði vera mjög stolt af því að fá að troða upp á keppninni á morgun. „Ég var ekki viss um að ég mynd fá að gera það. En ég vissi að ég myndi ekki standa mig verr en Justin Timberlake gerði í fyrra,“ sagði hún og bæði Ruslana og túlkurinn hlógu.

Þá ítrekaði hún þakklæti sitt í garði skipuleggjenda keppninnar fyrir að leyfa henni að koma fram. „Ég mun flytja mjög mikilvæg skilaboð til áhorfendanna og allrar heimsbyggðarinnar.“

Sagði Ruslana það ómögulegt fyrir sig að hunsa þá atburði sem hafa verið að gerast í Úkraínu síðustu ár. „Ég veit að margir í landinu mínu eru að þjást og ég veit að það eru margir sem þjást út um allan heim. Atriðið mitt verður mjög táknrænt,“ sagði hún og lýsti því sem „stórum rigningarstormi“ og að með laginu sendi hún frá sér þau skilaboð að ást er bæði óbrjótanleg og töfrandi.

Segir nýja lagið betra en Wild Dances

Hún sagði að á þeim 13 árum síðan hún vann keppnina hafi hún átt erfitt með að toppa Wild Dances. „Ég var að vinna með mjög flottum upptökustjórum frá Þýskalandi og Svíþjóð en enginn þeirra gat skilið það mikilvægasta sem ég vildi gera. Og svo gerðist bara eitthvað eins og í ævintýri. Ég áttaði mig ekki einu sinni á því að besti vinur minn gaf mér hugmyndina af laginu,“ sagði Ruslana og benti til manns í salnum. „Ég held í alvöru að þetta lag sé betra en Wild Dances.“

Ruslana greindi frá því að hún hafi ekki komið fram á stórum viðburðum í nokkur ár vegna ástandsins í landinu en að nú sæi hún fram á bjartari tíma.

„En þetta lag gaf mér kraft til þess að komast í gegnum skýin og veita öllum ljós. Ljósið er mikilvægt fyrir okkur og stormurinn fær á sig allskonar liti,“ sagði Ruslana. „Eina sem ég vil að fólk muni er að það muni boðskapinn, ekki missa trú, ekki missa von og stefna að ást, þó það sé stormur út um allt.“

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler