Portúgal vann Eurovision

Salvador Sobral fagnar ásamt systur sinni en hún samdi lagið.
Salvador Sobral fagnar ásamt systur sinni en hún samdi lagið. AFP

Portúgal vann Eurovision sem fram fór í Kænugarði í kvöld. Salvador Sobral flutti lagið Amar Pelos Dois og hlaut 758 stig. Búlgaría var í öðru sæti með 615 og Moldóva í þriðja með 374. 

Portúgal var með nokkuð örugga forrystu á meðan stig áhorfenda voru lesin upp. Þau innsigluðu síðan sigurinn þegar dómaraatkvæðin komu í hús.

Hér má sjá texta lagsins í íslenskri þýðingu Hallgríms Helgasonar: 

Ef minnist þú mín ég mæli til þín: Ég elskaði þig alla tíð.

Ungur ég var eitt efnilegt skar. Þú færðir mér ljós litla hríð.

Ástin mín ég ennþá læt mig dreyma og aldrei mun ég gleyma gleðinni með þér.

Ég veit vel að upp á eigin spýtur enginn lukku hlýtur, því þarf ég þig með mér.

Ástin mín ég ennþá læt mig dreyma og aldrei mun ég gleyma gleðinni með þér.

Ég veit vel að upp á eigin spýtur enginn lukku hlýtur, því þarf ég þig með mér.

Ef þú segir nei, það sé engin von fyrir ástfangið grey og glötunarson, hann færir þér fró, sú fró hljómar svo: Ég á alveg nóg af ást fyrir tvo.

Annars var topp tíu listinn svona:

  1. Portúgal
  2. Búlgaría
  3. Moldóva
  4. Belgía
  5. Svíþjóð
  6. Ítalía
  7. Rúmenía
  8. Ungverjaland
  9. Ástralía
  10. Noregur

Spánn var í neðsta sæti með 5 stig, Þýskaland í næstneðsta með 6 og gestgjafarnir Úkraínumenn með 36 því þriðja neðsta. 

Sú danska hafnaði í tuttugasta sæti en Norðmenn og Svíar komust báðir á topp tíu, þ.e. Norðmenn í 10. sæti og Svíar í fimmta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant