Eurovision verður í Lissabon

Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral vann Eurovison um helgina. Hér er …
Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral vann Eurovison um helgina. Hér er hann með bikarinn góða. AFP

Þó að það séu bara tveir dagar liðnir frá því að Portúgal vann Eurovision er portúgalska ríkissjónvarpið nú þegar búið að tilkynna að keppnin að ári verði haldin í Lissabon. Þetta var í fyrsta skiptið sem Portúgal vinnur keppnina en landið tók fyrst þátt í keppninni árið 1964.

ESCToday greinir frá þessu og vitnar í frétt á vef portúgalska ríkissjónvarpsins RTP.

Stöðin sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem það var staðfest að keppnin færi fram í Lissabon. Þá var einnig greint frá  því að mögulega yrði keppnin haldin í MEO-höllinni sem er ein stærsta tónleikahöll Evrópu og getur tekið allt að 20.000 manns. Hún var byggð árið 1998 fyrir heimssýninguna í Lissabon en þá hafa stórir viðburðir verið haldnir þarna síðan, eins og knattspyrnuleikir og stórtónleikar og MTV-verðlaunin 2005.

MEO-höllin er ein sú stærsta í Evrópu.
MEO-höllin er ein sú stærsta í Evrópu. Af vef Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler