Salvador og systir hans taka belgíska lagið

Salvador og Luisa taka saman belgíska lagið.
Salvador og Luisa taka saman belgíska lagið. Skjáskot af Facebook

Evrópa hefur heillast af hinum portúgalska Salvador Sobral sem vann Eurovision á laugardaginn en ekki síður af systur hans Luisu sem samdi lagið og flutti það með honum eftir að úrslitin voru ljós.

Svo virðist sem þessi systkini séu algjör hæfileikabúnt og tóku þau sig til á laugardaginn og birtu ábreiðu sína af belgíska laginu í keppninni í ár. Þá höfðu þau birt ábreiðu af finnska laginu nokkrum dögum fyrr. 

Belgíska laginu gekk vel í keppninni og hafnaði hin sautján ára gamla Blanche í fjórða sæti keppninnar með lagið City Lights. Lagið er mjög vinsælt hér á  landi og situr í öðru sæti mest spiluðu laganna hér á landi á Spotify. Sobral er í þriðja sæti.

Ábreiður systkinanna má heyra hér að neðan og svo upprunalegu útgáfurnar. 




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant