Íslendingar hrifnir af belgíska laginu

Blanche flytur framlag Belgíu á laugardaginn.
Blanche flytur framlag Belgíu á laugardaginn. AFP

Íslenskir Spotify-notendur virðast hafa heillast sérstaklega af tveimur lögum í úrslitum Eurovision í ár ef marka má lista Spotify yfir 50 vinsælustu löndin hér á landi. Alls eru tíu Eurovision-lög frá úrslitakeppninni í ár á listanum.

Á Spotify-listanum situr hin belgíska Blanche í öðru sæti með lagið City Lights og sigurvegari Eurovision, Salvador Sobral, í því þriðja með lagi sitt Amar Pelos Dois.

Íslenskir áhorfendur gáfu einmitt Sobral tólf stig í keppninni og Blanche 10. Blanche hafnaði í fjórða sæti keppninnar.

Á topp 50 listanum á Spotify eru átta Eurovision lög til viðbótar og eru það þau lög sem lentu í tíu efstu sætum keppninnar á laugardaginn.

Í fimmta sætinu á Spotify listanum er moldavíska lagið Hey Mamma í flutningi Sunstroke Project en sveitin hafnaði í þriðja sæti keppninnar og fékk 6 stig frá íslenskum áhorfendum í símakosningu.

Hinn sænski Robin Bengtsson með lagið I Can‘t Go On er í sjöunda sæti á Spotify en hann hafnaði í 5. sæti keppninnar. Hann fékk átta stig frá íslenskum áhorfendum.

Næsta Eurovision lag á Spotify listanum er lagið Beautiful Mess sem flutt er af söngvaranum Kristian Kostov. Hann komst alla leið í annað sæti keppninnar en er í 15. sæti á Spotify listanum. Hann fékk fjögur stig frá Íslandi.

Ítalska lagið Occidentali‘s Karma í flutningi Francesco Gabbani er í 16. sæti á Spotify-listanum en endaði í sjötta sæti í keppninni. Það kom þó nokkrum Eurovision sérfræðingur á óvart því laginu hafði lengi verið spáð sigri. Ítalir fengu sjö stig frá íslenskum áhorfendum.

Í sautjánda sæti á Spotify er ástralska lagið, Don‘t Come Easy í flutningi Isaiah. Hann hafnaði í níunda sæti í keppninni en fékk engin stig frá íslenskum áhorfendum en fékk reyndar 10 stig frá íslensku dómnefndinni.

Eiturhressu jóðlararnir frá Rúmeníu eru í 19. sæti listans með lagið Yodel It. Þau Illinca og Alex Florea höfnuðu í 7. sæti keppninnar og fengu fimm stig frá íslensku áhorfendunum.

Í 30. sæti á Spotify er ungverska lagið Origo í flutningi Joci Pápaí. Lagið komst í áttunda sæti keppninnar og fékk tvö stig frá íslenskum áhorfendum.

Síðan eru það þeir norsku JOWST með lagið Grab The Moment sem eru í 33. sæti Spotify listans. Norðmennirnir fengu aðeins eitt stig frá íslenskum áhorfendum en höfnuðu í 10. sæti keppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson