„Alltaf langað að eiga langspil“

Barði með Langspilið.
Barði með Langspilið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson hlaut í gær Langspilið, verðlaun Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF), en þau hlýtur höfundur sem hefur skarað fram úr og náð eftirtektarverðum árangri á síðastliðnu ári, að mati sambandsins. Verðlaunagripurinn er íslenskt langspil sem er sérstaklega smíðað fyrir STEF af Jóni Sigurðssyni á Þingeyri. Barði er meðal annars meðlimur í hljómsveitunum Bang Gang, Lady & Bird og Starwalkers. Langspilið var veitt í þriðja sinn í gær en fyrri verðlaunahafar eru Ólafur Arnalds og Ásgeir Trausti.

Blaðamaður heyrði í Barða í gær en hann er nýkominn heim úr tveggja vikna tónleikaferðalagi um Kína með hljómsveit sinni Bang Gang.

„Mér finnst alltaf gaman að fá viðurkenningu, alveg sama í hvaða formi hún er. Hvort sem það eru falleg orð um að tónlistin mín hafi hjálpað fólki í gegnum erfiðleika eða þá viðurkenning frá tónlsitarbransanum fyrir sköpunina,“ segir Barði og bætir við að þetta sé afskaplega ánægjuleg gjöf vegna þess að hann hafi alltaf langað að eiga langspil.

Syngja með og gráta

Um tónleikaferðalagið í Kína segir Barði að það sé allt öðruvísi að spila fyrir Kínverja. „Þeir eru svo móttækilegir og þakklátir. Ég á orðið nokkuð sterkan aðdáendahóp þar sem hefur tengst tónlistinni á tilfinningalegan hátt. Áhorfendur taka meiri þátt með því að syngja með, gráta og biðja um áritanir en annars staðar,“ segir hann.

Spurður að því hvað hann hafi verið að gera upp á síðkastið nefnir hann meðal annars samstarfsverkefni sitt og JB Dunkel, plötuna Starwalker með samnefndri hljómsveit, sem kom út á síðasta ári. „Eins hef ég verið að semja tónlist fyrir heimildarmyndir, leikhús, bíómyndir og þætti. Ég reyni að nýta allan tíma sem annars færi í vitleysu eins og sjónvarpsgláp eða hangs,“ segir Barði, en um áramótin tók hann til starfa sem markaðsstjóri Íslandshótela.

„Ég er mjög sáttur með starfið mitt og það fær 100% athygli frá mér. Ég ákvað að sleppa músíkbransaveseni samhliða nýju starfi, en þá er eftir sköpunin. Að starfa með skemmtilegu fólki veitir innblástur svo þetta spilar vel saman,“ segir Barði um nýja starfið.

Þegar blaðamaður grennslast fyrir um nýtt efni frá hljómsveitum Barða segir hann nýtt lag með Starwalker vera í bígerð, auk þess sem ný lög frá Bang Gang komi reglulega út.

„Ég fæst við spennandi verkefni á hverjum degi,“ segir Barði.

Fjöldi tónlistarmanna og hljómsveita hlaut styrk úr sjóðum STEFs og …
Fjöldi tónlistarmanna og hljómsveita hlaut styrk úr sjóðum STEFs og fagnaði með Barða. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler