Trúir ekki að Cornell hafi svipt sig lífi

Cornell tók kvíðalyfið Atvian að staðaldri.
Cornell tók kvíðalyfið Atvian að staðaldri. AFP

Ekkja tónlistarmannsins Chris Cornell fullyrðir að hann hafi ekki ætlað að svipta sig lífi og að dómgreind hans hljóti að hafa verið brengluð vegna lyfseðilsskyldra lyfja, en hann tók að staðaldri lyfið Atvian við kvíða sem hann þjáðist af. AFP fréttastofan greinir frá.

Cornell, sem fór fyrir grunge sveitinni Soundgarden, fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi sínu á miðvikudag, rétt eftir að hafa staðið á sviði í Fox Theatre í Detroit, en Soundgarden hefur verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Cornell virðist hafa hengt sig og var úrskurðar látinn skömmu eftir að hann fannst. Cornell var 52 ára.

Ekkja hans, Vicky Karayiannis Cornell, segir mann sinn hafa misnotað lyf og glímt við þunglyndi stóran hluta ævi sinnar, en hann hafi hins vegar verið á beinu brautinni síðastliðinn áratug. „Mig skortir orð til að lýsa tilfinningum mínum, en að missa hann hefur skapað tóm í hjarta mínu sem aldrei verið fyllt,“ sagði hún í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér.

Ekkja Cornell segir það útilokað hann myndi særa börnin sín …
Ekkja Cornell segir það útilokað hann myndi særa börnin sín með því að taka líf sitt viljandi. AFP

Vicky segir það enn óútskýrt hvað gerðist í raun og veru og vonast til að læknaskýrslur geti varpað frekara ljósi á andlátið. „Ég veit að hann elskaði börnin okkar og hann myndi aldrei særa tilfinningar þeirra með því að taka líf sitt viljandi.“ Þau hjónin eignuðust tvö börn saman, en hann átti líka annað barn frá fyrra hjónabandi.

Síðastliðinn sunnudag, á mæðradaginn, tók Cornell sér frí til að fljúga heim og eiga tíma með fjölskyldunni áður en hann hélt áfram með tónleikaferðalagið. „Við töluðum svo saman fyrir síðustu tónleikana þar sem við skipulögðum frí sem við ætluðum að taka saman. Það var því ekkert sem benti til þess að hann ætlaði að svipta sig lífi.“

Þegar þau hjónin töluðu saman eftir tónleikana tók hún eftir því að hann var drafandi í röddinni og var ekki eins og hann átti að sér að vera, en hann sagðist þá hafa tekið eina eða tvær töflur af Atvian aukalega. Eftir samtalið hafði Vicky því samband við öryggisverði og bað þá um að tékka á honum. 

Þekktar aukaverkanir af Atvian geta verið ranghugmyndir og sjálfsvígshugsanir, og fjölskylda Cornell er sannfærð um að hann hafi ekki vitað hvað hann var að gera. Umrætt lyf eða önnur efni hafi haft áhrif á hvað hann gjörðir hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler