„Brúðkaup ársins“ í Bretlandi

Pippa Middleton í brúðkaupi systur sinnar og Vilhjálms Bretaprins.
Pippa Middleton í brúðkaupi systur sinnar og Vilhjálms Bretaprins. AFP

Pippa Middleton, systir hertogaynjunnar af Cambridge, mun ganga í hjónaband seinna í dag. Brúðkaupið er sagt kosta meira en 300.000 pund eða tæpar 40 milljónir íslenskra króna.

Athöfnin fer fram í kirkju Sankti Mark í Berkshire en veislan verður á heimili foreldra Middleton í útjaðri þorpsins Bucklebury. Þó svo að Middleton og brúðgumi hennar, James Matthews, séu ekki konungborin er brúðkaupið að fá mjög mikla athygli, sérstaklega út á gestalistann, og hefur það verið sagt „brúðkaup ársins“ í Bretlandi.

Gert er ráð fyrir því að Georg prins og Karlotta prinsessa, börn Katrínar og Vilhjálms Bretaprins, muni vekja mikla athygli í dag en Georg verður hringaberi og Karlotta brúðarmey.

Katrín viðurkenndi fyrir gesti í Buckingham-höll fyrr í vikunni að hún væri örlítið smeyk um hvernig börnin höguðu sér í athöfninni samkvæmt frétt Sky News.

Þá verður Harry prins í brúðkaupinu og eru uppi vangaveltur um að kærastan hans, bandaríska leikkonan Meghan Markle, muni mæta. Það yrði þá í fyrsta skiptið sem þau kæmu fram opinberlega saman eftir að þau byrjuðu að hittast í fyrra.

Fjölmiðlar í Bretlandi hafa sýnt Middleton og brúðkaupinu mikinn áhuga. Sjónvarpsupptökuvélum og ljósmyndurum verður leyft að mynda þegar fólk kemur til athafnarinnar og þegar það fer en restin af brúðkaupinu verður án fjölmiðla því að Middleton hafnaði tilboðum tímarita um að fjalla um brúðkaupið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant