Ný þáttaröð Twin Peaks hafin

Leikkonan Sheryl Lee á frumsýningu seríunnar um helgina. Lee lék …
Leikkonan Sheryl Lee á frumsýningu seríunnar um helgina. Lee lék hina dulrænu Lauru Palmer fyrir 25 árum. AFP

Þriðja þáttaröð Twin Peaks, Twin Peaks:The Return hófst í gærkvöldi. Margir hafa beðið átekta eftir sjónvarpsþáttunum en 25 ár eru liðin frá lokum þeirra. 

Twin Peaks fóru sigurför um heiminn á tíunda áratugnum og voru sýndir í sjónvarpi hér á landi í kringum 1990 undir íslenska nafninu Tvídrangar. Þeir fjalla um FBI-fulltrúann Dale Cooper og rannsókn hans á dauða ungrar stúlku, hinnar dularfullu Lauru Palmer. Sögusvið þáttanna er friðsæli smábærinn Twin Peaks, en ekki er allt sem sýnist.

Þrátt fyrir miklar vinsældir Twin Peaks í upphafi tók áhorf að dvína og að lokum var annarri þáttaröð þeirra aflýst. Margir aðdáendur voru ósáttir með þáttalok og töldu að mörgum spurningum væri enn ósvarað.

Síðastliðið haust tilkynnti svo bandaríska sjónvarpsstöðin Showtime að Tvídrangar myndu hefjast aftur á ný. Það vakti mikla ánægju aðdáenda að bæði leikstjórinn David Lynch, þáttagerðamaðurinn Mark Frost og meirihluti leikara úr fyrri þáttunum myndu snúa aftur að gerð þáttanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson