Mávurinn til Macao

Hópurinn hlakkar til fararinnar.
Hópurinn hlakkar til fararinnar. Ljósmynd/Borgarleikhúsið

Í gærmorgun lagði hópur frá Borgarleikhúsinu af stað í tíu daga ferð til Macao í Kína. Þar mun hópurinn sýna leikritið Mávinn eftir Anton Tsjékhov í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur, sem var settur upp í húsinu leikárið 2015-16 í leikstjórn Yana Ross, á leiklistarhátíðinni Macao Cultural Arts Festival (MAF).

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu en hópurinn mun sýna verkið tvisvar á hátíðinni, laugardaginn 27. maí og sunnudaginn 28. maí.

Þetta er í þriðja skiptið sem hópurinn fer utan til að sýna þetta verk, en í þetta skiptið var hópnum boðið út af forsvarsmönnum leiklistarhátíðinnar í Macao. Áður hafði hópurinn farið til Póllands á Kontakt-hátíðina í Torun og til Tampere í Finnlandi. Verkið verður sýnt á íslensku en þýtt fyrir leikhúsgesti jafnóðum.

Leikarar í verkinu eru þau Björn Stefánsson, Hilmir Snær Guðnason, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jóhann Sigurðsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Waraporn Chanse og Guðrún Snærfríður Gísladóttir.

Leikstjóri er Yana Ross, leikmyndahönnuður er Zane Pihlström, búningahönnuður er Filippía Elísdóttir, ljósahönnuður er Björn Bergsteinn Guðmundsson, tónlist Gísli Galdur Þorgeirsson, hljóðmynd Baldvin Þór Magnússon, myndbandahönnun Algirdas Gradauskas, hár og förðun Árdís Bjarnþórsdóttir og aðstoðarleikstjóri er Hlynur Páll Pálsson.

Þess má geta að hópurinn verður með daglegar færslur og myndir frá ferðinni á Facebook-síðu Borgarleikhússins og þá mun hópurinn einnig sjá um Snapchat-aðgang Borgarleikhússins, borgarleikhusid.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson