Bjuggu til stofu handa köttunum

Kettlingnum finnst gott að kúra í sófanum en píanóið er …
Kettlingnum finnst gott að kúra í sófanum en píanóið er ekki eins mikið notað. skjáskot/Thedodo.com

„Við þurfum bara að sætta okkur við það að við erum klikkað kattafólk,“ sagði Christine en hún á nokkra ketti og er búin að búa til sæta stofu handa kettlingunum sínum. 

Í samtali við Thedodo sagði Christine að hún og maðurinn hennar hafi ekki ætlað að taka að sér fleiri ketti í lok árs 2015 en þá áttu þau tvo ketti. Hins vegar hafi kettlingafull læða sest að hjá þeim og því var ekki aftur snúið þegar hún gaut fimm kettlingum, en þau ákváðu að halda þremur þeirra. 

Það er notalegt í stofunni hjá kettlingunum.
Það er notalegt í stofunni hjá kettlingunum. skjáskot/Thedodo.com

Kettlingarnir fóru illa með ýmis húsgögn á heimilinu svo að Christine tók til þess ráðs að finna til húsgögn í kattarstærð sem kettlingarnir gætu notað. Einn kettlingurinn sem var svo hrifinn af sófanum í stofunni er nú kominn með sófa. Einnig er hægt að finna píanó og stofuborð í stofunni þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant