Íslendingar æstastir í Eurovision

Portúgal vann Eurovision.
Portúgal vann Eurovision. AFP

Rúmlega 180 milljónir manna horfðu á Eurovision sem fram fór fyrr í mánuðinum. Eurovision í ár samanstóð af þremur beinum útsendingum, fyrra undankvöldið, seinna undankvöldið og svo úrslitakvöldið og fylgdust 182 milljónir manna með í 42 löndum.

Þetta eru færri en fyrir ári en samkvæmt frétt á vef keppninnar er bent á að í ár hafi keppnin ekki verið sýnd í Rússlandi sem hafði sín áhrif.

Fjöldi þeirra sem horfði á keppnina á netinu tvöfaldaðist milli ára en um sex milljónir horfðu á keppnina í gegnum Youtube-rás keppninnar í 233 löndum.

Ekki hafa fleiri horft á keppnina í Portúgal, sem vann keppnina, frá árinu 2008, en að meðaltali horfðu 1,4 milljónir manna þar á keppnina.

Eins og svo oft áður horfðu Íslendingar hlutfallslega mest á keppnina eða rétt um 98% sjónvarpsáhorfenda. Er bent á það í fréttinni að áhorfið hafi aukist milli ára þrátt fyrir að framlag Íslands hafi ekki komist upp í úrslitin.

Þá var keppnin sérstaklega vinsæl meðal fólks á aldrinum 15-24 ára en 42,9% þeirra sem voru að horfa á sjónvarp í löndunum 42 sem sýndu keppnina horfðu á úrslitin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson