Græn Mary Poppins

Benedikt Erlingsson með frönskum meðframleiðendum sínum, Carine Leblanc og Marianne …
Benedikt Erlingsson með frönskum meðframleiðendum sínum, Carine Leblanc og Marianne Slot frá framleiðslufyrirtækinu Slot Machine. mbl.is/Halldór Kolbeins

„Ég er bara að ýta úr vör og er að fara í tökur núna í sumar, við stefnum á 11. júlí. Ég var þarna að ganga frá samningum við aðila ásamt meðframleiðanda mínum, Marianne Slot hjá fyrirtækinu Slot Machine. Það vill svo til að hún er með mynd í aðalkeppninni á Cannes þannig að það var heppilegt að hittast þar og tengja okkur við alla samstarfsaðila okkar, sem eru nokkrir,“ segir leikstjórinn Benedikt Erlingsson þegar blaðamaður spyr hann hvað hann hafi verið að gera á kvikmyndahátíðinni í Cannes, en Benedikt er nýkominn heim af hátíðinni.

„Þetta er stórt verkefni sem teygir sig um víðan völl. Það er annars vegar Gulldrengurinn sem er framleiðandi hér á Íslandi með meðframleiðendur íslenska og svo er ég í miklu samstarfi við Marianne Slot hjá Slot Machine í Frakklandi. Svo erum við m.a.s. með úkraínska meðframleiðendur því þetta er mynd sem berst um víðan völl, m.a. til Úkraínu,“ segir Benedikt.

Lögmál hins róttæka

En um hvaða kvikmynd er hann að tala?

„Þessi mynd heitir Kona fer í stríð, eða Woman at War á ensku, og er um konu sem vill bjarga heiminum og hefur fundið lausnina til þess og fer í stríð, eins og fólk gerir stundum til að bjarga heiminum,“ svarar Benedikt.

–Er þá náttúruverndarþema í myndinni?

„Já, þetta er í rauninni margt. Þetta er aksjónmynd, ég held þetta sé fyrsta íslenska myndin sem þykist vera aksjónmynd og um leið er hún e.k. umhverfistryllir. Tryllir, aksjónmynd og söngvamynd í leiðinni. Þetta er svona græn Mary Poppins sem er að ráðast á vondu kallana,“ svarar Benedikt.

„En þetta er ekki bara predikun, myndin fjallar líka um lögmál þess sem vill vera róttækur, hann gerir allt í kringum sig róttækt. Þú býrð til óvin þinn um leið og þú brýtur regluna og eflir óvin þinn. Þannig að í grunninn er konsept myndarinnar þessi þrá okkar allra til að vera samfélagi okkar, umhverfi og framtíð að gagni. Og svo er þetta um leið um þennan vanda lýðræðisins, þegar við missum trúna á hina lýðræðislegu leið, hvað við verðum að gera þá og hvort stundum skapist aðstæður þar sem við getum brotið regluna. Hvort við getum kallað yfir okkur náttúrulögin, að til séu lög ofar öðrum lögum, lög sem ekki voru sett í dag né verða felld á morgun,“ útskýrir Benedikt.

Halldóra Geirharðsdóttir mun fara með hlutverk konunnar sem fer í stríð og segir Benedikt að konan sé ekki ofbeldismaður þó hún sé aðgerðasinni. „Það eru engar byssur, ekkert blóð, enginn drepinn og ekkert kynlíf - því miður - en mikil ást og ástríða, eltingaleikir, drónar, þyrlur og spenna.“

–Tom Cruise verður þá ekki í myndinni?

„Tom Cruise er ekki nógu góður leikari fyrir þessa mynd, hann fær ekki hlutverk,“ segir Benedikt sposkur.

Hann segir kvikmyndina töluvert flókna í framkvæmd. „Konan er tónlistarmaður og kórstjóri og því er mikið um lifandi tónlist í myndinni. Það fylgja henni draugar, innri heimur hennar er okkur sýnilegur í formi hljómsveitar sem leikur tónlistina í myndinni. Ég er reyndar í prufutökum núna, við erum að stilla upp hlutum, æfa okkur og skoða hvernig við gerum þetta með lifandi tónlist.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson