Greta Salóme sló í gegn meðal gestanna

Greta Salóme með fiðluna í hendi.
Greta Salóme með fiðluna í hendi.

Greta Salóme kom fram á tískusýningu í Springfield í Massachusetts á dögunum, þar sem fjölbreytileikanum var fagnað í gegnum tísku. Samtökin sem standa að þessum viðburði heita Unify Against Bullying. Greta Salóme steig á svið og flutti sína eigin tónlist og meðal annars lagið „Hear Them Calling“ sem er einmitt lagið sem varð kveikjan að þessu samstarfi.

„Lagið fjallar um að hlusta á jákvæðu raddirnar innra með sér,“ segir Greta Salóme. Hún hefur tekið þátt í verkefninu síðan 2016 og með aðstoð hennar söfnuðust yfir 56.000 bandaríkjadalir eða rúmlega fimm og hálf milljón króna á sýningunni í ár og rennur fjármagnið til verkefna sem vinna gegn einelti.

Í ferðinni til Bandaríkjana heimsótti Greta Salóme einnig nokkra menntaskóla þar sem hún spjallaði við nemendur um málefnið. Samtökin settu sig í samband við Gretu Salóme eftir Eurovision í fyrra þar sem Greta Salóme kynnti boðskap sinn um einelti á samfélagsmiðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson