Leið eins og hún væri í fangelsi

Camilla átti ekki sjö dagana sæla eftir að upp komst …
Camilla átti ekki sjö dagana sæla eftir að upp komst um ástarsamband hennar og Karls Bretaprins. mbl.is/AFP

Camillia Parker-Bowles, eiginkona Karls Bretaprins, er að verða sjötug og í tilefni af því veitti hún einlægt viðtal. The Telegraph greinir frá því að þegar áreitið var sem verst hafi Camilla varla farið úr húsi.

Upp komst um ástarsamband Camillu og Karls árið 1992 en fyrir það höfðu verið sögusagnir í gangi. „Ég gat eiginlega ekki farið neitt. Þetta var hræðilegt. Þetta var mjög óþægilegur tími, ég myndi ekki vilja láta minn versta óvin ganga í gegnum þetta,“ sagði Camilla um þann tíma þegar ljósmyndarar fylgdu henni hvert fótmál. 

Karl og Camilla gengu loks í hjónaband árið 2005.
Karl og Camilla gengu loks í hjónaband árið 2005. mbl.is/AFP

Hún segist ekki hafa lifað þetta tímabil af ef ekki hefði verið fyrir börn sín úr fyrra hjónabandi þau Tom og Lauru og systkini sín. Camilla segist hafa eytt tíma sínum í að lesa bækur og mála á meðan börnin hennar sáu gjarnan ljósmyndara fela sig í garðinum. „Ljósmyndararnir eltu okkur um allt og lágu í leyni eins og njósnarar,“ sagði sonur hertogaynjunnar. 

Camilla skildi við fyrri eiginmann sinn árið 1996, sama ár gekk skilnaður Karls Bretaprins og Díönu prinsessu líka í gegn. Karl og Camilla giftust hins vegar ekki fyrr en árið 2005.

Kamilla sinnir nú ýmsum konunglegum skyldum.
Kamilla sinnir nú ýmsum konunglegum skyldum. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson