Ráðskona Katrínar og Vilhjálms gefst upp

Það fylgir því mikið álag að vinna fyrir Katrínu og …
Það fylgir því mikið álag að vinna fyrir Katrínu og Vilhjálm. mbl.is/AFP

Einhverjir myndu halda að það væri draumi líkast að vinna í höll og sjá um prinsa og prinsessur. Sú er nú ekki staðreyndin að minnsta kosti ekki hjá ráðskonu Katrínar hertogaynju og Vilhjálms Bretaprins sem gafst nýlega upp á starfi sínu.

Ráðskonan Sadie Rise sagði upp hjá fjölskyldunni eftir að hafa verið beðin um að flytja með þeim til Lundúna í Kensington höll en Rise sá um að þrífa, þvo þvott, kaupa inn og stundum þurfti hún að elda mat. 

Samkvæmt heimildarmanni The Sun var of mikils krafist af Rice og átti skyldur hennar að verða enn meiri í Kensington höll. „Hún átti ekki venjulegt líf eftir vinnu. Sadie er að vinna uppsagnarfrestinn og það lítur út fyrir að ekkert geti breytt því. Það er þeirra missir,“ sagði heimildarmaðurinn. 

Það verður erfitt að fylla skarð Rise en Katrín og Vilhjálmur lokkuðu hana til sín frá Noregi þar sem hún vann fyrir Hákon krónprins og Mette-Marit konu hans. Fyrir það var hún vel liðin af Elísabetu Englandsdrottningu í Buckingham höll. 

Georg og Karlotta eiga eflaust eftir að sakna Rise.
Georg og Karlotta eiga eflaust eftir að sakna Rise. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson