97 ára stríðsekkja fékk koss frá Harry

Daphne Dunne og Harry Bretapirns heilsuðust eins og gamlir vinir.
Daphne Dunne og Harry Bretapirns heilsuðust eins og gamlir vinir. mbl.is/AFP

Harry Bretaprins er staddur í Sidney til þess að hefja niðurtalningu fyrir Invictus Games, en það eru íþróttaleikar fyrir særða hermenn. 

Harry gaf sér að sjálfsögðu tíma til þess að heilsa upp á aðdáendur sína. Samkvæmt Daily Mail var Daphne Dunne 97 ára gömul stríðsekkja fremst í flokki. En hún hitti Harry síðast í maí 2015. 

Daphne Dunne er 97 ára gömul stríðsekkja.
Daphne Dunne er 97 ára gömul stríðsekkja. mbl.is/AFP

Í dag fékk hún koss á hina kinnina þannig nú eru kinnarnar jafnar. „Hann var yndislegur. Hann faðmaði mig og gaf mér koss og sagði að það hefði verið frábært að hitta mig,“ sagði Dunne. En hún sagði jafnframt að prinsinn hafði sjálfur fattað að það væru tvö ár síðan þau hittust síðast. 

Harry Bretaprins var ekki búinn að gleyma Daphne Dunne þrátt …
Harry Bretaprins var ekki búinn að gleyma Daphne Dunne þrátt fyrir að það voru tvö ár síðan að hann hitti hana síðast. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler