Lindsay Lohan stödd á Íslandi

Lindsay Lohan á rauða dreglinum.
Lindsay Lohan á rauða dreglinum. AFP

Bandaríska leikkonan Lindsay Lohan er stödd hér á landi vegna brúðkaups vinar hennar Olivers Luckett og Scott Guinn.

Luckett er samfélagsmiðlasérfræðingur, fjárfestir, raðfrumkvöðull og annar tveggja eigenda fyrirtækisins Efni.

Frétt mbl.is: Sér risavaxið tækifæri

Hann hefur verið búsettur hérlendis og er eigandi Kjarvalshússins.

Lohan er þekkt fyrir leik sinn í myndum á borð við Mean Girls og Just My Luck.

Oliver Luckett.
Oliver Luckett. mbl.is/Ófeigur
mbl.is