Stuðmannasöngleikur í Þjóðleikhúsinu

Stuðmenn í stuði í Sjallanum.
Stuðmenn í stuði í Sjallanum. Skapti Hallgrímsson

Slá í gegn! nefnist nýr söngleikur sem frumsýndur verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins í febrúar 2018. Verkið skrifar Guðjón Davíð Karlsson, sem jafnframt leikstýrir, og er því lýst sem óði til tónlistar Stuðmanna.

Selma Björnsdóttir semur dansa ásamt því að leika, en í öðrum lykilhlutverkum eru Stefán Karl Stefánsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Örn Árnason og Eggert Þorleifsson.

Leikurinn gerist í félagsheimili úti á landi þar sem leikfélagið á staðnum fagnar 100 ára afmæli. Einhverjir í leikhópnum vilja setja upp söngleikinn Með allt á hreinu, en formaður leikfélagsins vill hámenningarlega dagskrá með hápunktum úr sögu leikfélagsins. Af stað fer bráðfyndin atburðarás, þar sem kostulegum persónum lendir saman, gömlum leyndarmálum er þyrlað upp í loft og ástin blómstrar óvænt þar sem síst skyldi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson