Glastonbury hófst í dag

Tónleikagestir Glastonbury.
Tónleikagestir Glastonbury. Mbl/AFP

Fimm daga tónlistarhátíðin Glastonbury hófst í dag með prýði þar sem hljómsveitirnar Radiohead og Foo Fighters ásamt tónlistarmanninum Ed Sheeran stíga meðal annars á svið.

Búist er við að um 175.000 gestir mæti á tónlistarhátíðina en hún er haldin í Glastonbury sem er í suðvesturhluta Englands. Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar hafa varað gesti við lengri röðum en síðustu ár vegna aukinnar öryggisgæslu á hátíðinni eftir hryðjuverkaárásina í Manchester í maí. 

Tónlistaratriðunum er skipt á milli sjö sviða en þau byrja ekki fyrr en á föstudag. Þrátt fyrir það voru margir sem mættu snemma í dag til að tryggja sér besta tjaldstæðið.  

Hátíðin er haldin á 13,5 ferkílómetra lóð þar sem var upprunalega bóndabær. 

Fyrrverandi gestir tónlistarhátíðarinnar hafa lýst upplifuninni eins og að koma til annars lands þar sem reglurnar eru öðruvísi og allt má. 

Miði á hátíðina fyrir dagana fimm er á um 35 þúsund krónur. 

#Glastonbury2017 gates are open!

A post shared by Glastonbury Festival (@glastofest) on Jun 21, 2017 at 12:14am PDT


 

Fólk skemmtir sér yfirleitt konunglega á Glastonbury-hátíðinni.
Fólk skemmtir sér yfirleitt konunglega á Glastonbury-hátíðinni. mbl/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson