Leikstýrir Skúmaskotum

Gréta Kristín Ómarsdóttir
Gréta Kristín Ómarsdóttir Ófeigur Lýðsson

Gréta Kristín Ómarsdóttir, sem nýverið hlaut Grímuna sem sproti ársins, þreytir frumraun sína sem atvinnuleikstjóri í Borgarleikhúsinu í barnaleikritinu Skúmaskot eftir Sölku Guðmundsdóttur, sem frumsýnt verður í ársbyrjun 2018. 

Verkið fjallar um systurnar Völu og Rúnu, en eftir rifrildi þeirra ákveður Rúna að elta dularfullt skilti sem lofar friði frá óþolandi ættingjum. Fyrr en varir er hún búin að líma á sig yfirskegg og er stödd í skröltandi lyftu ásamt ókunnugri konu. Niðri í Skúmaskotum er þó ekki allt sem sýnist.

Leikarar eru Halldór Gylfason, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir.

Salka Guðmundsdóttir
Salka Guðmundsdóttir Morgunblaðið/ÞÖK

Í upphafi árs 2016 var Salka valin fimmta leikskáld Borgarleikhússins. Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur leitar nú að nýju hússkáldi til eins árs og skal senda umsóknir til leikhússins fyrir 8. ágúst. Allar nánari upplýsingar eru á vef Borgarleikhússins.

Samkvæmt upplýsingum frá leikhúsinu skal hússkáldið vinna að ritun leikverks á ráðningartímabilinu með uppsetningu í huga. Stefnt er að því að leikverk, eitt eða fleiri, sem unnin eru á samningstíma, verði sviðsett í Borgarleikhúsinu. Þetta er þó ekki skilyrði.

 Umsókn skal innihalda:

  • Nafn, heimilisfang, netfang, símanúmer.
  • Ferilskrá
  • Sýnishorn af leikrænum texta ( 8 - 10 blaðsíður)
  • Æskilegt er að umsækjandi sendi með umsókn sinni hugmynd að leikverki sem hann hefur í huga að vinna á samningstímanum og einnig er heimilt að láta annað fylgja með sem umsækjandi telur að eigi erindi með umsókninni.

Umsóknir skulu sendar í pósti stílaðar á Borgarleikhúsið / Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur, Listabraut 3, 103 Reykjavík ; eða í tölvupósti , borgarleikhus@borgarleikhus.is, merkt „Leikskáld“ fyrir 8. ágúst 2017.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler