Office-leikarinn Rainn Wilson staddur á Íslandi

Margir þekkja Rainn Wilson betur sem Dwigth Schrute.
Margir þekkja Rainn Wilson betur sem Dwigth Schrute. Ljósmynd/The Office Wiki

Bandaríski leikarinn Rainn Wilson, sem margir þekkja betur sem Dwight Schrute úr sjónvarpsþættinum The Office, er staddur á Íslandi.

Leikarinn er hér ásamt eiginkonu sinni og rithöfundinum Holiday Reinhorn og ungum syni þeirra hjóna. Wilson kom til landsins sem aðalfyrirlesari í sumarskóla Bahá´í samfélagsins á Reykhólum 14.-18. júni s.l.

Heldur fyrirlestur á sunnudag

Wilson heldur svo fyrirlestur á sunnudag undir heitinu Bahá'u'lláh, andlegur byltingarmaður. Erindið fer fram í Bahá´í þjóðarmiðstöðinni að Kletthálsi 1 og hefst klukkan 17:00. En leikarinn er bahá´í trúar og samkvæmt facebooksíðu viðburðarins er fyrirlesturinn í tilefni þess að í ár verða 200 ár liðin frá fæðingu Bahá'u'lláh, opinberanda trúarinnar. 

Rainn Wilson hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta og fer hann með eitt af aðalhlutverkum þáttaraðar sem fer í sýningu síðar á þessu ári og nefnist Star Trek: Discovery. 

Wilson og Reinhorn reka einnig mannúðarsamtök á Haítí sem vinna að því að kenna unglingsstúlkum lestur og listiðkun ásamt því að styrkja stúlkurnar til frekara náms.  

 Fréttin hefur verið uppfærð eftir tilkynningu frá Bahá´í samfélaginu

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant