Depp ræddi um „morð“ á Trump

Johnny Depp kynnir kvikmynd sína The Libertine á Glastonbury-hátíðinni.
Johnny Depp kynnir kvikmynd sína The Libertine á Glastonbury-hátíðinni. AFP

Margir hafa túlkað orð leikarans Johnny Depp á Glastorbury-tónlistarhátíðinni sem hótun um að myrða Donald Trump Bandaríkjaforseta.

„Getið þið komið með Trump hingað?“ spurði hann áhorfendur er hann kynnti kvikmyndina sína The Libertine. Áhorfendur voru ekki ánægðir með þessa spurningu svo Depp bætti við: „Þið misskiljið mig algjörlega. Hvenær gerðist það síðast að leikari myrti forseta?“

Svo sagði Depp: „Leyfið mér að útskýra, ég er ekki leikari. Ég hef atvinnu af því að ljúga en það er svolítið síðan. Það er kannski kominn tími til.“

Þeir sem helst hafa rýnt í boðskap Depps á hátíðinni segja þetta tilvísun í morðið á Abraham Lincoln sem leikarinn John Wilkes Booth framdi 1865.

Um leið og Depp lét ummælin falla á sviðinu vissi hann að þau yrðu fréttamatur. „Svo því sé haldið til haga, þetta á eftir að koma í fjölmiðlum og það verður hræðilegt. En ég er bara að spyrja. Ég er ekki að gefa neitt í skyn.“

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson