Græddi 40 milljónir á viku

Taylor Swift hefur snúið aftur á Spotify
Taylor Swift hefur snúið aftur á Spotify mbl/AFP

Snemma í júní voru öll lög Taylor Swift aðgengileg á tónlistarforritum eins og Spotify og Pandora eftir langa fjarveru. Fyrstu vikuna voru lögin hennar spiluð 47,5 milljón sinnum sem skilaði rúmlega 40 milljóna króna gróða fyrir söngkonuna samkvæmt Billboard.

Teymi Taylor Swift lýsti yfir því að söngkonan hefði tekið ákvörðun um að birta lög sín aftur á tónlistaforritum til að fagna sölu nýjustu plötu sinnar, 1989, en hún hefur selst í rúmlega 10 milljón eintökum um allan heim. 

Ekkert af fimm plötum söngkonunnar hefur verið aðgengilegt á tónlistarforritum síðan árið 2014 þegar plötumerki Swift skrifaði færslu um að forrit eins og Spotify borguðu tónlistarmönnum ekki nógu vel fyrir hverja spilun. 

Margir segja að Swift hafi birt lög sín aftur á Spotify vegna þess að erkióvinur hennar Katy Perry gaf út nýju plötu sína Witness sama dag. Plata Taylor Swift frá árinu 2014 hefur verið spiluð oftar en nýja plata Katy Perry á Spotify eftir að hafa verið á forritinu í jafnlangan tíma. 






Katy Perry og Taylor Swift hafa rifist síðan árið 2012.
Katy Perry og Taylor Swift hafa rifist síðan árið 2012. mbl/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson